"Kynferðislegt ofbeldi er notað í átökum til að tortíma manneskjunni“ Heimsljós kynnir 16. október 2018 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Yves Daccord framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða krossins. gunnisal „Starf Rauða krossins hér heima og á alþjóðavettvangi er ómetanlegt og það var sérstaklega áhugavert á fá innsýn í stöðu mála á vettvangi í stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland og Jemen. Rauði krossinn er meðal helstu samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda, til dæmis hvað varðar mannúðaraðstoð og móttöku flóttamanna, og við munum áfram styðja við bak samtakanna," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fund sinn í gær með Yves Daccord framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins. Staða mála í Sýrlandi, Jemen og Úkraínu, auk samstarfs Íslands og Rauða krossins, var til umræðu á fundinum. Einnig ræddu þeir áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, jafnréttismál og framlag Íslands til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. „Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum“ var yfirheiti opins fundar og fyrirlestrar Yves Daccord í Háskóla Íslands í gær á vegum Rauða krossins á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar og Höfða friðarseturs sem hann var í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. „Kynferðislegt ofbeldi á ekkert skylt við kynlíf, það er glæpur og notað sem valdatæki á átakasvæðum,“ sagði Daccord og benti meðal annars á Sýrland og Suður-Súdan. „Með kynferðislegu ofbeldi er reynt að granda fólki og sundra samfélögum, tortíma manneskjunni og svipta hana mennskunni,“ sagði hann. Daccord fjallaði um baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og sagði að hvarvetna á átakasvæðum væri að finna kynferðisofbeldi. „Það þarf ekki að leita sönnunargagna, þau eru þarna,“ sagði hann. Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. Að mati hans er stór hluti vandans sá að of fá ríki taki baráttuna gegn kynferðisofbeldi alvarlega. Einu ríkin sem áhuga hafa á þessum vanda séu vestræn ríki og þó einkum norrænu ríkin, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Hann skoraði á íslensk stjórnvöld að freista þess að fá ríki Asíu, Afríku og múslima í meira mæli að borðinu. Ísland á sem kunnugt er í fyrsta sinn aðild að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Daccord sagði að rödd Íslands á sviði mannréttinda væri mikilvæg líkt og raddir annarra smærri ríkja sem hann taldi að ættu eftir að verða áberandi á þessu sviði næstu árin. „Smáríkjum er gjarnan betur treyst í mannúðarmálum enda stafar ekki mikil ógn af þeim,“ sagði Daccord og vísaði þar til málflutnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um málefni Sýrlands og Jemen fyrir manréttindaráðinu þar sem hann lýsti mikilvægi þess að allt verði gert til að stöðva þá sem ábyrgð bera á voðaverkunum í þeim átökum. Í erindi sínu í gær vakti Yves Daccord athygli á því að samstarfskona hans, Hauwa Liman ljósmóðir á þrítugsaldri, væri í haldi vígamanna Boko Haram í Nígeríu en henni var rænt ásamt tveimur öðrum starfskonum hjálparsamtaka 1. mars síðastliðinn. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að hún hafi verið tekin af lífi. Starfssystir hennar hjá Rauða krossinum var myrt í síðasta mánuði og því er aðeins ein kona eftir á lífi, starfskona UNICEF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent
„Starf Rauða krossins hér heima og á alþjóðavettvangi er ómetanlegt og það var sérstaklega áhugavert á fá innsýn í stöðu mála á vettvangi í stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland og Jemen. Rauði krossinn er meðal helstu samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda, til dæmis hvað varðar mannúðaraðstoð og móttöku flóttamanna, og við munum áfram styðja við bak samtakanna," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fund sinn í gær með Yves Daccord framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins. Staða mála í Sýrlandi, Jemen og Úkraínu, auk samstarfs Íslands og Rauða krossins, var til umræðu á fundinum. Einnig ræddu þeir áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, jafnréttismál og framlag Íslands til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. „Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum“ var yfirheiti opins fundar og fyrirlestrar Yves Daccord í Háskóla Íslands í gær á vegum Rauða krossins á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar og Höfða friðarseturs sem hann var í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. „Kynferðislegt ofbeldi á ekkert skylt við kynlíf, það er glæpur og notað sem valdatæki á átakasvæðum,“ sagði Daccord og benti meðal annars á Sýrland og Suður-Súdan. „Með kynferðislegu ofbeldi er reynt að granda fólki og sundra samfélögum, tortíma manneskjunni og svipta hana mennskunni,“ sagði hann. Daccord fjallaði um baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og sagði að hvarvetna á átakasvæðum væri að finna kynferðisofbeldi. „Það þarf ekki að leita sönnunargagna, þau eru þarna,“ sagði hann. Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga. Að mati hans er stór hluti vandans sá að of fá ríki taki baráttuna gegn kynferðisofbeldi alvarlega. Einu ríkin sem áhuga hafa á þessum vanda séu vestræn ríki og þó einkum norrænu ríkin, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Hann skoraði á íslensk stjórnvöld að freista þess að fá ríki Asíu, Afríku og múslima í meira mæli að borðinu. Ísland á sem kunnugt er í fyrsta sinn aðild að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Daccord sagði að rödd Íslands á sviði mannréttinda væri mikilvæg líkt og raddir annarra smærri ríkja sem hann taldi að ættu eftir að verða áberandi á þessu sviði næstu árin. „Smáríkjum er gjarnan betur treyst í mannúðarmálum enda stafar ekki mikil ógn af þeim,“ sagði Daccord og vísaði þar til málflutnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um málefni Sýrlands og Jemen fyrir manréttindaráðinu þar sem hann lýsti mikilvægi þess að allt verði gert til að stöðva þá sem ábyrgð bera á voðaverkunum í þeim átökum. Í erindi sínu í gær vakti Yves Daccord athygli á því að samstarfskona hans, Hauwa Liman ljósmóðir á þrítugsaldri, væri í haldi vígamanna Boko Haram í Nígeríu en henni var rænt ásamt tveimur öðrum starfskonum hjálparsamtaka 1. mars síðastliðinn. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að hún hafi verið tekin af lífi. Starfssystir hennar hjá Rauða krossinum var myrt í síðasta mánuði og því er aðeins ein kona eftir á lífi, starfskona UNICEF.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent