Menning

Linda Cuglia með sýningu í Gallery Port

Stefán Árni Pálsson skrifar
Linda Cuglia er ítalskur listamaður.
Linda Cuglia er ítalskur listamaður.
Ítalska listakonan Linda Cuglia heldur sýna fyrstu einkasýningu á Íslandi í Gallery Port.  Hún tók þátt í listahátíðinni Plan B í Borgarnesi árið 2017 en Cuglia hefur starfað mikið með Breed Art Studios í Amsterdam ásamt fleiri Íslendingum.

Á sýningunni eru málverk Lindu þar sem hún segir sögu Íkarusar.

Verkin eru einföld en litrík og dregin með skörpum skilum. Linda sýnir völundarhúsið sem þeir feðgar byggðu um Mínótárus, turninn sem þeir voru fangelsaðir í og struku svo út úr fljúgandi, ímyndir hafsins sem tók við Íkarusi þegar hann féll og fleiri goðsögumyndir.

Á fimmtudag verður lokahóf sýningarinnar í Gallery Port á Laugavegi 23b frá kl. 17-19






Fleiri fréttir

Sjá meira


×