Innlent

VG vill 30 tíma vinnuviku og friðarmál í forgang

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Frá flokksráðsfundi VG nú um helgina.
Frá flokksráðsfundi VG nú um helgina. Vísir/Egill
Flokksráð VG hvetur til þess að vinnuvikan verði stytt niður í 30 tíma. Eins hvatti ráðið verkalýðshreyfinguna og þingmenn Vinstri grænna til þess að styðja allar þær aðgerðir sem stefna að þessu takmarki og minnti á lagafrumvarp sem nú liggur fyrir þinginu um 35 tíma vinnuviku.

Flokksráðsfundur VG var haldinn þann 12. og 13. október og voru ýmsar ályktanir samþykktar á fundinum. Eins var sett fram ný stefnumótun um kynferðislegra áreitni og kynbundið ofbeldi. 

Flokksráðið skoraði á Alþingi og ríkisstjórn að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um keðjuábyrgð og lög um starfsmannaleigu, setja ný lög ef þess þarf og efla eftirlitsstofnanir.

Flokksráðið skoraði einnig á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formann þjóðaröryggisráðs Íslands að beita sér fyrir því að þjóðaröryggisstefna Íslands yrði endurskoðuð og að þar yrðu friðarmál í forgrunni. Eins mótmælti ráðið harðlega fyrirhuguðum hernaðaræfingum NATO á í Þjórsárdal og Suðurnesjum á næstu dögum.

Ráðið ítrekaði samþykkt landsfundar frá árinu 2015 þar sem lagst var gegn hvalveiðum Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×