Fangelsaður fyrir svik vegna Fyre-hátíðarinnar misheppnuðu

Dómarinn í málinu gegn McFarland sagði hann vera „rað-svikahrapp“ og að hann hefði verið óheiðarleigur nánast allt sitt líf, samkvæmt BBC.
Sjálfu sagðist hann vita að hann hefði svikið traust fjárfesta sinna, fjölskyldu sinnar og viðskiptavina. Hann hafði fyrr á þessu ári játað gagnvart fjórum ákærum um fjársvik en saksóknarar fóru fram á ellefu til fjórtán ára fangelsisdóm.
Fyre-tónlistarhátíðin átti að vera mikill lúxus og var hún auglýst á þann veg. Gestir tóku hins vegar strax eftir því að svo reyndist ekki og birtu myndir af raunum sínum á samfélagsmiðlum.
Rapparin Ja Rule var upprunalega titlaður sem einn af skipuleggjandum hátíðarinnar en hann var hins vegar aldrei handtekinn. Lögfræðinar hans hafa sagt að McFarland hafi notað nafn Ja Rule og tengingar hans til að kynna hátíðina misheppnuðu.
Tengdar fréttir

Skipuleggjandi biðst afsökunar á útihátíðinni sem líkt er við Hungurleikana
Rapparinn Ja Rule, sem ber ábyrgð á Fyre útihátíðinni á Bahamas, biðst afsökunar og segir að aldrei hafi staðið til að plata neinn.

Skipuleggjendur Fyre Festival krafðir um 100 milljónir Bandaríkjadala
Stjörnulögfræðingurinn Mark Geragos, sem starfaði áður fyrir söngvarann Michael Jackson, hefur stefnt skipuleggjendum hinnar umdeildu tónlistarhátíðar Fyre festival, Ja Rule og Billy McFarland. Hann krefur tvíeykið um 100 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur fyrir hönd skjólstæðings síns.

Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“
Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári.

Ríku börnin keyptu köttinn í sekknum á tónlistarhátíð Ja Rule
Rapparinn Ja Rule stendur fyrir tónlistarhátíð sem er sérsniðin að ríku og ungu fólki en hátíðin fékk nafnið Fyre Festival.