Orri Páll krefst þess að umfjöllun Stundarinnar um frásögn Boyd verði stöðvuð Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 21:24 Orri Páll Dýrason er sakaður um nauðgun árið 2013. Epa/BALAZS MOHAI Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fyrrverandi trommara Sigur Rósar, hefur sent fjölmiðlinum Stundinni bréf þar sem hann krefst þess að umfjöllun miðilsins um frásögn Meagan Boyd, bandarískrar konur sem sakar hann um nauðgun, verði stöðvuð. Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. Orri Páll var trommari hljómsveitarinnar Sigur Rósar um nokkurt skeið en sagði sig úr sveitinni í byrjun mánaðarins vegna ásakana Boyd. Hún sakar Orra Pál um að hafa nauðgað sér tvisvar í Los Angeles árið 2013 og hafa vinkonur hennar sagst tilbúnar að styðja frásögn hennar. Orri Páll hafnar ásökunum Boyd.Segir ásakanirnar grófar ærumeiðingar Greint er frá því á vef Stundarinnar í kvöld að í bréfi lögmannsins sé farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd. Í bréfinu segir einnig að Orri Páll vinni nú að því að fá sig hreinsaðan af ásökununum en „hafði í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðlanna.“ Þá telji hann ásakanirnar grófar ærumeiðingar í sinn garð, auk þess sem umfjöllun Stundarinnar sé einhliða. „Umbjóðandi minn áskilur sér því allan rétt gagnvart fjölmiðlinum ef þessar ásakanir, sem umbjóðandi minn hefur alfarið hafnað, eru birtar og fá frekari útbreiðslu með einhliða umfjöllun í Stundinni, s.s. með viðtali við umrædda konu og fjölmiðillinn kjósi þannig að gera persónuleg málefni umbjóðanda míns að áframhaldandi fréttaefni, í stað þess að þau séu leyst á viðeigandi vettvangi,“ hefur Stundin upp úr bréfi lögmanns Orra Páls. Áttu ekki von á að reynt yrði að stöðva umfjöllunina Stundin svarar bréfinu í fréttinni um málið og segir þar að kröfu Orra Páls sé hafnað. Umfjöllunin mun birtast í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun, eins og áætlað var.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt Jóni Trausta Reynissyni, sem einnig er einn ritstjóra Stundarinnar.Stöð 2Undir svarið rita Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar. Þau hafna því að umfjöllunin sé einhliða að öðru leyti en því að Orri Páll kaus að svara ekki spurningum vegna málsins. „Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“Sjá einnig: Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Ingibjörg Dögg, annar ritstjóra, segir í samtali við Vísi í kvöld að bréf lögmanns Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. „Við áttum kannski ekki von á því að það yrði reynt að stöðva þessa umfjöllun fyrirfram. Við gerðum ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Orra Páli. Hann hafnaði því að svara okkar spurningum en sendi þetta bréf í gegnum lögmann. Og ég verð að viðurkenna að það kom á óvart.“#Truthprevails María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona og eiginkona Orra Páls, birti í dag mynd á Instagram-reikningi sínum af þeim hjónum. Um er að ræða fyrstu færslu Maríu Lilju á samfélagsmiðlum eftir að ásakanirnar á hendur Orra Páli litu dagsins ljós. Hún merkti myndina með myllumerkinu #truthprevails, sem þýða mætti á íslensku sem Sannleikurinn sigrar. Myndina má sjá hér að neðan. View this post on InstagramYesterday was the #hugadrummerday I’m holding mine extra tight these days. . . . . #truthprevails #lovewins A post shared by Maria Lilja Thrastardottir (@marialiljath) on Oct 11, 2018 at 5:46am PDT MeToo Tengdar fréttir Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. 1. október 2018 14:32 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Lögmaður Orra Páls Dýrasonar, fyrrverandi trommara Sigur Rósar, hefur sent fjölmiðlinum Stundinni bréf þar sem hann krefst þess að umfjöllun miðilsins um frásögn Meagan Boyd, bandarískrar konur sem sakar hann um nauðgun, verði stöðvuð. Annar ritstjóri Stundarinnar segir í samtali við Vísi að krafa Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. Orri Páll var trommari hljómsveitarinnar Sigur Rósar um nokkurt skeið en sagði sig úr sveitinni í byrjun mánaðarins vegna ásakana Boyd. Hún sakar Orra Pál um að hafa nauðgað sér tvisvar í Los Angeles árið 2013 og hafa vinkonur hennar sagst tilbúnar að styðja frásögn hennar. Orri Páll hafnar ásökunum Boyd.Segir ásakanirnar grófar ærumeiðingar Greint er frá því á vef Stundarinnar í kvöld að í bréfi lögmannsins sé farið fram á að Stundin birti ekki frekari umfjallanir um frásögn Meagan Boyd. Í bréfinu segir einnig að Orri Páll vinni nú að því að fá sig hreinsaðan af ásökununum en „hafði í hyggju að gera það utan kastljóss fjölmiðlanna.“ Þá telji hann ásakanirnar grófar ærumeiðingar í sinn garð, auk þess sem umfjöllun Stundarinnar sé einhliða. „Umbjóðandi minn áskilur sér því allan rétt gagnvart fjölmiðlinum ef þessar ásakanir, sem umbjóðandi minn hefur alfarið hafnað, eru birtar og fá frekari útbreiðslu með einhliða umfjöllun í Stundinni, s.s. með viðtali við umrædda konu og fjölmiðillinn kjósi þannig að gera persónuleg málefni umbjóðanda míns að áframhaldandi fréttaefni, í stað þess að þau séu leyst á viðeigandi vettvangi,“ hefur Stundin upp úr bréfi lögmanns Orra Páls. Áttu ekki von á að reynt yrði að stöðva umfjöllunina Stundin svarar bréfinu í fréttinni um málið og segir þar að kröfu Orra Páls sé hafnað. Umfjöllunin mun birtast í prentútgáfu Stundarinnar, sem kemur út á morgun, eins og áætlað var.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt Jóni Trausta Reynissyni, sem einnig er einn ritstjóra Stundarinnar.Stöð 2Undir svarið rita Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar Stundarinnar. Þau hafna því að umfjöllunin sé einhliða að öðru leyti en því að Orri Páll kaus að svara ekki spurningum vegna málsins. „Krafa Orra Páls um að umfjöllunin verði stöðvuð stangast á við tjáningarfrelsi konunnar, rétt almennings til upplýsinga um það sem er í samfélagsumræðunni og svo tjáningarfrelsi fjölmiðla. Að stöðva umfjöllun núna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að vitni greini frá og að konan færi fram frásögn af umræddum atvikum, er óréttlætanlegt. Stundin mun verjast fyrir dómstólum ef þess krefst.“Sjá einnig: Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Ingibjörg Dögg, annar ritstjóra, segir í samtali við Vísi í kvöld að bréf lögmanns Orra Páls hafi komið ritstjórninni á óvart. „Við áttum kannski ekki von á því að það yrði reynt að stöðva þessa umfjöllun fyrirfram. Við gerðum ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Orra Páli. Hann hafnaði því að svara okkar spurningum en sendi þetta bréf í gegnum lögmann. Og ég verð að viðurkenna að það kom á óvart.“#Truthprevails María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona og eiginkona Orra Páls, birti í dag mynd á Instagram-reikningi sínum af þeim hjónum. Um er að ræða fyrstu færslu Maríu Lilju á samfélagsmiðlum eftir að ásakanirnar á hendur Orra Páli litu dagsins ljós. Hún merkti myndina með myllumerkinu #truthprevails, sem þýða mætti á íslensku sem Sannleikurinn sigrar. Myndina má sjá hér að neðan. View this post on InstagramYesterday was the #hugadrummerday I’m holding mine extra tight these days. . . . . #truthprevails #lovewins A post shared by Maria Lilja Thrastardottir (@marialiljath) on Oct 11, 2018 at 5:46am PDT
MeToo Tengdar fréttir Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. 1. október 2018 14:32 Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Jónsi og Georg samþykkja úrsögn Orra Jón Þór Birgisson og Georg Hólm segjast í dag hafa samþykkt úrsögn trommarans Orra Páls Dýrasonar úr Sigur Rós. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Sigur Rósar. 1. október 2018 14:32
Orri Páll hættir í Sigur Rós eftir ásökun um nauðgun Bandarísk listakona segir trymbil Sigur Rósar hafa nauðgað sér fyrir fimm árum. 1. október 2018 10:55