Sprengjuárásin í Manchester: Starfsmenn FBI uppvísir að misferli vegna upplýsinga sem lekið var í NY-Times Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 23:30 Stúlka í Manchester þann 22. maí 2018, ári eftir að árásin var framin. Getty/Leon Neal Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu. Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Fjórir starfsmenn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafa orðið uppvísir að misferli við meðhöndlun háleynilegra gagna í tengslum við hryðjuverkaárásina í Manchester í fyrra. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Myndum og öðrum sönnungargögnum, sem breska lögreglan hafði safnað saman í kjölfar árásarinnar, var lekið í bandaríska fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times birti fyrst umræddar myndir sem sýndi m.a. brak úr sprengingunni og blóð úr fórnarlömbum árásarinnar. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lýsti yfir óánægju sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna málsins á sínum tíma.Sjá einnig: Lögregla í Manchester lokar á BandaríkinGreint er frá niðurstöðu rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins á gagnalekanum á vef breska dagblaðsins The Guardian. Þar kemur fram enn sé ekki ljóst hver hafi komið umræddum gögnum í hendur blaðamanna New York Times. Fjórir starfsmenn FBI hafa þó gerst sekir um misferli við meðhöndlun gagnanna, en þvertaka allir fyrir að hafa sent dagblaðinu umræddar upplýsingar. Tveir starfsmannanna fjögurra áframsendu tölvupóst með gögnunum, sem um þúsund starfsmenn FBI fengu sendan frá breskum lögregluyfirvöldum, á persónuleg tölvupóstföng sín. Þriðji starfsmaðurinn áframsendi tölvupóstinn til embættismanns hjá erlendum lögregluyfirvöldum en hafði ekki heimild til slíkrar sendingar. Sá fjórði gerði tilraun til að áframsenda póstinn á persónulegt netfang sitt. Þá kemur einnig fram í rannsókninni að gögnin hafi verið send fjölmörgum bandarískum stofnunum til viðbótar við FBI. Því sé ekki fullvíst að alríkislögreglan hafi lekið umræddum upplýsingum. 23 létust og 59 særðust í sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á Manchester Arena skömmu eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande þann 22. maí í fyrra. Fjölmörg börn voru á meðal hinna látnu.
Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08 Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Ariana Grande ræðir árásina í Manchester í tilfinningaþrungnu viðtali Bandaríska söngkonan Ariana Grande var í áhrifaríku viðtali á útvarpsstöðinni Apple Music Beats Radio á föstudaginn. Þar ræddi hún meðal annars um áhrifin sem sprengjuárásin á Manchester leikvanginum hafði á hana. 19. ágúst 2018 18:08
Klæddist bol með myndum af fórnarlömbunum Söngkonan Katy Perry var í sérstöku dressi til heiðurs fórnarlömbunum í Manchester á góðgerðatónleikunum um helgina. 6. júní 2017 13:30
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53
Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Sagði árásina viðurstyggilegan heigulshátt. 22. maí 2018 23:49