Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 22:45 Málið snýst um frétt um Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Síminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Er húsleit hjá RÚV eina leiðin sem skilað geti „óyggjandi niðurstöðu“ verði málið rannsakað að mati Símans.Ríkisútvarpið greinir sjálft frá og birtir bréf Símans til Fjölmiðlanefndar í heild sinni á fréttavef RÚV. Undir bréf Símans skrifar Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans. Sem fyrr segir er kvörtunarefni Símans frétt RÚV um framkvæmdir á Hafnartorgi sem birt var í fréttatíma RÚV þann 1. október síðastliðinn. Umrædda frétt má sjá hér. Í fréttinni er staðan tekin á framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur og rætt við þá sem standa að framkvæmdunum.Magnús Ragnarsso er skrifaður fyrir bréfi Símans..Segir að forsvarsmenn Hafnartorgs hafi viljað komast í fréttir með auglýsingu Í bréfinu segir Magnús að forsaga málsins sé sú að forsvarsmenn Hafnartorgs hafi látið gera 63 sekúndna langa sjónvarpsauglýsingu. Um miðjan september hafi þeir óskað eftir tilboðum hjá ljósvakamiðlum um birtingu. Síminn hafi gert tilboð í birtingar sem ekki var tekið. Segir Magnús að ástæðan fyrir því að tilboðinu var hafnað hafi verið að Síminn reki ekki fréttastofu, það hafi verið ætlun forsvarsmanna Hafnartorgs að komast að í fréttum. Þá segir Magnús að skömmu eftir að auglýsingar Hafnartorgs hafi birst í sjónvarpsútsendingum RÚV hafi hin „ótrúlega frétt“, líkt og Magnús kemst að orði, verið birt í aðalfréttatíma RÚV. Telur Magnús upp nokkrar ástæður fyrir því að fréttin hafi verið „einstök“. Hún sé algjörlega einhliða og án allrar gagnrýni, rætt sé við forsvarsmenn framkvæmda við Hafnartorg og aðeins hafi verið lesnar upp jákvæðar tölur og staðreyndir. Þá sé fréttin „ótrúlega löng“ miðað annað efni fréttatímans. Auk þess sé mikil vinna lögð í fréttina, myndskeið tekin með aðstoð dróna og svo framvegis.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Hafnartorgi undanfarin ár.Vísir/VilhelmÍ bréfinu segir að fréttin „staðfestir í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Þó telur Magnús að ekki sé um beina sölu á birtingu innan fréttatíma heldur að „einhversstaðar hafa verið gerðir óformlegir samningar um liðlegheit hvort sem það var við auglýsingadeild eða almennatengla.“Áður kvartað undan auglýsingasölu RÚV Síminn hefur áður kvartað yfir auglýsingasölu RÚV. Síðast í tengslum við útsendingar á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Kvartað Síminn til Samkeppniseftirlitsins á þeim forsendum að RÚV hefði sett lágmarkskaup á tilteknu magni auglýsinga sem skilyrði fyrir kaupum á tilteknum auglýsingaplássum í tengslum við sýningar frá HM. Var það frummat Samkeppniseftirlitsins að ekki hafi verið nægar vísbendingar um að RÚV hafi með háttsemi sinni ekki gengið samkeppnislögum, þótt fyrirtækið yrði talið vera markaðsráðandi á auglýsingamarkaði. Var markaðsaðilum þó gefinn kostur á að koma frekari athugasemdum á framfæri vegna málsins áður en endanleg ákvörðun væri tekin um hvort formleg rannsókn yrði hafin eða málinu lokið án frekari athugunar. Er málið því enn í ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. Í bréfi Símans segir að skoðun tölvugagna sé eina leiðin sem muni skila óyggjandi niðurstöðu og er því farið fram á húsleit hjá RÚV svo leggja megi hald á slík gögn. Segir Magnús að ef Fjölmiðlanefnd treysti sér ekki til þess að rannsaka málið frekar muni hann leita til annarra yfirvalda.Ásakanir Símans hreinn atvinnurógur að mati fréttastjóra RÚV Í frétt RÚV um kvörtun Símans er haft eftir Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV, að ásakanir Magnúsar og Símans um óeðlileg og ólögleg tengsl fréttastofu RÚV við auglýsingasölu RÚV séu grafalvarlegar og hreinn atvinnurógur. „Sjálfstæði fréttastofu RÚV gagnvart öðrum deildum fyrirtækisins er algert og engin dæmi þess að eldveggurinn milli fréttastofu og auglýsingadeildar hafi verið rofinn,“ er haft eftir Rakel sem bætir við að fréttin sem kvartað sé undan hafi verið unnin af frumkvæði fréttastofu RÚV og tölvupóstsamskipti fréttamannsins sem vann fréttina staðfesti það.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hvar kvörtun Símans gegn RÚV vegna auglýsingasölu í tengslum við HM í sumar sé stödd hjá Samkeppniseftirlitinu. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segja RÚV hafa farið fram með offorsi Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 18. júní 2018 06:04 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Síminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. Er húsleit hjá RÚV eina leiðin sem skilað geti „óyggjandi niðurstöðu“ verði málið rannsakað að mati Símans.Ríkisútvarpið greinir sjálft frá og birtir bréf Símans til Fjölmiðlanefndar í heild sinni á fréttavef RÚV. Undir bréf Símans skrifar Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Símans. Sem fyrr segir er kvörtunarefni Símans frétt RÚV um framkvæmdir á Hafnartorgi sem birt var í fréttatíma RÚV þann 1. október síðastliðinn. Umrædda frétt má sjá hér. Í fréttinni er staðan tekin á framkvæmdum við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur og rætt við þá sem standa að framkvæmdunum.Magnús Ragnarsso er skrifaður fyrir bréfi Símans..Segir að forsvarsmenn Hafnartorgs hafi viljað komast í fréttir með auglýsingu Í bréfinu segir Magnús að forsaga málsins sé sú að forsvarsmenn Hafnartorgs hafi látið gera 63 sekúndna langa sjónvarpsauglýsingu. Um miðjan september hafi þeir óskað eftir tilboðum hjá ljósvakamiðlum um birtingu. Síminn hafi gert tilboð í birtingar sem ekki var tekið. Segir Magnús að ástæðan fyrir því að tilboðinu var hafnað hafi verið að Síminn reki ekki fréttastofu, það hafi verið ætlun forsvarsmanna Hafnartorgs að komast að í fréttum. Þá segir Magnús að skömmu eftir að auglýsingar Hafnartorgs hafi birst í sjónvarpsútsendingum RÚV hafi hin „ótrúlega frétt“, líkt og Magnús kemst að orði, verið birt í aðalfréttatíma RÚV. Telur Magnús upp nokkrar ástæður fyrir því að fréttin hafi verið „einstök“. Hún sé algjörlega einhliða og án allrar gagnrýni, rætt sé við forsvarsmenn framkvæmda við Hafnartorg og aðeins hafi verið lesnar upp jákvæðar tölur og staðreyndir. Þá sé fréttin „ótrúlega löng“ miðað annað efni fréttatímans. Auk þess sé mikil vinna lögð í fréttina, myndskeið tekin með aðstoð dróna og svo framvegis.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Hafnartorgi undanfarin ár.Vísir/VilhelmÍ bréfinu segir að fréttin „staðfestir í eitt skipti fyrir öll óheppileg og reyndar ólögleg tengsl auglýsingasölu og dagskrárgerðar hjá Ríkisútvarpinu“. Þó telur Magnús að ekki sé um beina sölu á birtingu innan fréttatíma heldur að „einhversstaðar hafa verið gerðir óformlegir samningar um liðlegheit hvort sem það var við auglýsingadeild eða almennatengla.“Áður kvartað undan auglýsingasölu RÚV Síminn hefur áður kvartað yfir auglýsingasölu RÚV. Síðast í tengslum við útsendingar á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Kvartað Síminn til Samkeppniseftirlitsins á þeim forsendum að RÚV hefði sett lágmarkskaup á tilteknu magni auglýsinga sem skilyrði fyrir kaupum á tilteknum auglýsingaplássum í tengslum við sýningar frá HM. Var það frummat Samkeppniseftirlitsins að ekki hafi verið nægar vísbendingar um að RÚV hafi með háttsemi sinni ekki gengið samkeppnislögum, þótt fyrirtækið yrði talið vera markaðsráðandi á auglýsingamarkaði. Var markaðsaðilum þó gefinn kostur á að koma frekari athugasemdum á framfæri vegna málsins áður en endanleg ákvörðun væri tekin um hvort formleg rannsókn yrði hafin eða málinu lokið án frekari athugunar. Er málið því enn í ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. Í bréfi Símans segir að skoðun tölvugagna sé eina leiðin sem muni skila óyggjandi niðurstöðu og er því farið fram á húsleit hjá RÚV svo leggja megi hald á slík gögn. Segir Magnús að ef Fjölmiðlanefnd treysti sér ekki til þess að rannsaka málið frekar muni hann leita til annarra yfirvalda.Ásakanir Símans hreinn atvinnurógur að mati fréttastjóra RÚV Í frétt RÚV um kvörtun Símans er haft eftir Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV, að ásakanir Magnúsar og Símans um óeðlileg og ólögleg tengsl fréttastofu RÚV við auglýsingasölu RÚV séu grafalvarlegar og hreinn atvinnurógur. „Sjálfstæði fréttastofu RÚV gagnvart öðrum deildum fyrirtækisins er algert og engin dæmi þess að eldveggurinn milli fréttastofu og auglýsingadeildar hafi verið rofinn,“ er haft eftir Rakel sem bætir við að fréttin sem kvartað sé undan hafi verið unnin af frumkvæði fréttastofu RÚV og tölvupóstsamskipti fréttamannsins sem vann fréttina staðfesti það.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hvar kvörtun Símans gegn RÚV vegna auglýsingasölu í tengslum við HM í sumar sé stödd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segja RÚV hafa farið fram með offorsi Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 18. júní 2018 06:04 Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Segja RÚV hafa farið fram með offorsi Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 sakar auglýsingadeild Ríkisútvarpsins hafa farið fram með miklu offorsi í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu 18. júní 2018 06:04
Telja RÚV ekki hafa brotið lög með auglýsingasölu í tengslum við HM Samkeppniseftirlitið greinir frá þessari niðurstöðu í tilkynningu til fjölmiðla en málið var tekið til athugunar eftir að Síminn hafði kvartað undan Ríkisútvarpinu. 9. júlí 2018 16:29