Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 19:00 Ronaldo hefur verið ein stærsta stjarna íþróttaheimsins undanfarin ár. Vísir/AP Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“ Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. BBC greinir frá. Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Maoyrga steig fram á dögunum í Der Spiegel þar sem hún ræddi í smáatriðum um ásakinar hennar á hendur Ronaldo. Hún segir að knattspyrnustjarnan hafi nauðgað henni í Las Vegas í júní árið 2009. Hefur hún höfðað einkamál á hendur Ronaldo þar sem hún krefst þess að samkomulag sem þau gerðu með sér um að hún myndi aldrei tjá sig um atburðina umrædda nótt verði dæmt ógilt.Sjá einnig:Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illaRonaldo hefur sagt að ásakanir Mayorga séu ekkert nema falsfréttir og að það sem gerðist umrædda nótt hafi verið með samþykki beggja aðila. Der Spiegel birti þó gögn sem þykja koma sér illa fyrir Ronaldo en þar á meðal er spurningalisti sem Ronaldo á að hafa svarað er lögfræðingar hans og Mayorga voru í samningaviðræðum vegna samkomulagsins sem Mayorga vill ógilda.Ronaldo og Mayorga saman á næturklúbbi í júní árið 2009.Vísir/APÍ gögnunum má finna útgáfu af spurningalistanum sem dagsettur er í september 2009. Þar er spurt að því hvort að ungfrú C, sem er Mayorga, hafi á einhverjum tímapunkti hækkað róm sinn, öskrað eða kallað, er atburðir kvöldsins áttu sér stað.„Hún sagði nei og hættu margoft,“ er svar Ronaldo eða Hr. X í þessari útgáfu spurningalistans. Þessum svörum átti Ronaldo eftir að breyta ef marka má gögnin sem Mayorga hefur undir höndum. Í útgáfu listans frá desember árið 2009 segir hann að það sem gerðist hafi verið með samþykki beggja aðila.Segir að hakkari hafi stolið og breytt umræddum gögnum Virðast þessi gögn vera miðpunktur yfirlýsingar Ronaldo sem eins og áður segir var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að málsókn Mayorga byggist á stafrænum gögnum sem hafi verið stolið sem þar að auki sé auðvelt að eiga við.„Skjölin sem eru sögð innihalda yfirlýsingar frá Ronaldo birt hafa verið í fjölmiðlum eru algjör tilbúningir,“ segir í yfirlýsingu Ronaldo. Þar segir einnig að árið 2015 hafi fjölmörg fyrirtæki og stofnanir orðið fyrir barðinu á tölvuárás þar sem miklu magni gagna var stolið. Í yfirlýsingunni er harmað að Der Spiegel hafi fallið í gildru tölvuþrjótanna.Lögfræðingur Mayorga á blaðamannafundi um málið fyrr í mánuðinum.Vísir/AP„Þessi hakkari reyndi að selja upplýsingarnar og fjölmiðill birti sum þessara gagna á óábyrgan hátt. Búið var að eiga við stóran hluta þessara gagna eða þau voru algjörlega uppskálduð,“ segir í yfirlýsingunni en Der Spiegel birti ítarlega umfjöllun um ásakanirnar á hendur Ronaldo árið 2017. Segir einnig í yfirlýsingunni að sú staðreynd að Ronaldo og Mayorga hafi gert með sér samkomulag þýði ekki að hann sé sekur, með því hafi Ronaldo aðeins verið að fylgja ráðum ráðgjafa sinna til þess að losa hann undan ásökunum í eitt skipti fyrir öll. „Svo það sé á kristaltæru þá er það, og hefur alltaf verið, afstaða Cristiano Ronaldo, að það sem gerðist árið 2009 í Las Vegas hafi verið með samþykki beggja aðila“
Fótbolti MeToo Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30