Logi, Rikka og Rúnar kveðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 16:56 Logi, Rúnar og Rikka eru reynslufólk á sviði fjölmiðla. K100 Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Morgunþátturinn Ísland vaknar með Friðriku Hjördísu Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðssyni og Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið tekinn af dagskrá útvarpsstöðvarinnar K100. Friðrika, betur þekkt sem Rikka, greinir frá þessu á Facebook þar sem hún ávarpar vini sína. „Þá er komið að leiðarlokum hjá okkur þríeykinu (Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann) í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 en allt gott tekur einhvern daginn enda. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að taka svona miklu ástfóstri við útvarpsmiðilinn og nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta verkefnið sem ég geri á því sviði,“ segir Rikka. Þátturinn fór í loftið þann 1. mars og hefur því verið í loftinu í rúma sjö mánuði. „Hlustendum og viðmælendum vil ég senda ástarþakkir án ykkar hefðum við aldrei farið á flug,“ segir Rikka. Rúnar Freyr segir að tíminn í útvarpinu hafi verið að mörgu leyti skemmtilegur tími og hann þakkar Árvakursfólki kærlega fyrir sig. Hann hafi reyndar sagt upp í ágúst þar sem hann langaði að gera eitthvað annað samhliða fleiri verkefnum á borð við Söngvakeppni sjónvarpsins og verkefnum hjá Senu Live. Sigurður Þorri Gunnarsson, dagskrárstjóri K100, tjáði Vísi að verið væri að gera breytingar á stöðinni án þess að fara út í nákvæmlega í hverju breytingarnar fælust. Tvö ár eru liðin síðan Árvakur keypti kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en með þeim tók Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro. Á sama tíma festi Árvakur kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Greint var frá því í Morgunblaðinu í september að rekstur Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, hefði þyngst verulega árið 2017 frá fyrra ári. Tap fyrir skatta nam 241 milljón króna árið 2017 en var 48 milljónir króna árið áður. K100 mældist með 3,8 prósent hlustunarhlutdeild hjá landsmönnum á aldrinum 12-80 ára samkvæmt nýjustu mælingum Gallup.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Hundruð milljóna króna tap á rekstri Morgunblaðsins Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. 30. ágúst 2018 11:57