Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 15:43 Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, er viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson að segja hér. RÚV Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“ Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“
Kjaramál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Sjá meira