Ásmundur horfir til Finnlands í húsnæðismálum Kristín Ólafsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 28. október 2018 14:03 Ásmundur Einar Daðason. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“ Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Félagsmálaráðherra boðar stóraukið átak í húsnæðismálum til að koma til móts við verkalýðshreyfingarinnar vegna komandi kjarasamninga. Koma á samvinnu milli ríkis og sveitarfélaga til að fjölga íbúðum. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var gestur Sprengisands í morgun. Hann sagði þar að vinna sé hafin við að koma af stað þjóðarátaki í húsnæðismálum. Hann hefur fundað með nokkrum sveitarfélögum og óskað eftir samstarfi. „Það þarf miklu meira framboð af lóðum. Ekki bara hér í Reykjavík heldur á stórhöfuðborgarsvæðinu, og þá tala ég um einhvern 70 til 80 kílómetra radíus við Reykjavík. Þetta er allt orðið eitt atvinnusvæði og þarna erum við byrjuð að hefja samtal við sveitarfélögin á þessu svæði, um að menn geti náð saman um það, að gera einhvers konar samning um að við tryggjum ákveðið lóðaframboð með ákveðnum skilyrðum og ríkisvaldið komi að því, þannig að á næstu árum takist okkur að stuðla að nægu framboði.“ Í Finnlandi var þjóðarátaki komið af stað í þessum málum og hefur Ásmundur viljað fara svipaðar leiðir. „Ég var úti í Finnlandi m.a. til að kynna mér það hvernig þeim hefur tekist að halda niðri fasteignaverði. Þeir gerðu það með því að ríkisvaldið hafði frumkvæði að því að kalla til sín öll sveitarfélög og alla helstu hagsmunaaðila, leigufélög og svo framvegis. Það var gerður samningur á milli allra sveitarfélaga á stór-Helsinkisvæðinu við ríkisvaldið.“ Í kjölfar fundarins hóf Ásmundur samstarf við Finna. Hann segir nauðsynlegt að ná sáttum í þessum málum því algengt sé að ríki og sveitarfélög bendi hvort á annað varðandi ábyrgðina. „Næstu tíu, fimmtán árin þarf að byggja jafnmikið og er byggt á þessu ári, 2000-2500 nýjar íbúðir. Við erum ekki að tryggja nægilegar lóðir sem samfélag, og þá er ég að tala um allt stór-Reykjavíkursvæðið til þess að geta gert slíkt. Þannig að hugsun mín er sú að kalla alla þarna að borðinu. Nú hef ég ábyrgð á málaflokknum húsnæðismál, og við erum að styrkja inni í ráðuneytinu, en lóðirnar eru hjá sveitarfélögunum, og það er lykilatriði ef við getum kallað alla þessa aðila að borðinu og sagt: Heyrðu, eru menn ekki tilbúnir í þennan leiðangur.“
Húsnæðismál Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira