Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 13:26 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra. Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra.
Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira