Ágúst Ólafur segir fjármálaráðherra sigla kjaraviðræðum í strand Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2018 19:30 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs. Kjaramál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra hafa sett kjaraviðræður í hnút áður en þær væru hafnar með því að hafna kröfum verkalýðshreyfingarinnar um skattabreytingar. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa átt meira samráð við verkalýðshreyfinguna en stjórnvöld hafi átt um áratugaskeið. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag vísaði Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar til viðbragða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lækkun skattbyrði lægstu launa. „Talaði hann um stórkarlalegar og óraunhæfar yfirlýsingar. Kjaraviðræður eru því komnar í hnút áður en þær hefjast og hefur engri ríkisstjórn tekist það til þessa,” sagði Ágúst Ólafur. „Þetta er auðvitað ekki rétt. Það er svo að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur líklega átt meira og reglubundnara samráð við aðila vinnumarkaðarins en við höfum séð áratugum saman,” svaraði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sagði að breyta mætti skattbyrðinni á Íslandi. Undanfarin ár hafi skattbyrði hinna ríku lækkað á sama tíma og skattbyrði hinna fátæku millistéttarinnar hefur hækkað. „Af hverju á millistéttin og fátækt fólk að bera eitt ábyrgð á stöðugleikanum. Hvað með forstjórana sem eru með eina til tvær milljónir á viku og hækkuðu um eitt stykki ljósmæðralaun á milli mánaða. Hvað með útgerðarmanninn sem gekk út með tuttugu og tvö þúsund milljónir í vasanum um daginn,” spurði Ágúst Ólafur. Forsætisráðherra sagðist reikna með að samráð stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna héldi áfram að loknu þingi Alþýðusambandsins sem lýkur á morgun. Minnti hún á að eiginlegu kjaraviðræður færu fram á milli verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. „Við hins vegar hlustum á áherslur verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvöld munu geta gert sitt til að greiða fyrir kjarasamningum. Það eru stjórnvöld þegar að gera,” sagði Katrín. Þannig hafi fjármagnstekjuskattur verið hækkaður um tvö prósentustig um síðustu jól og til stæði að hækka persónufrádrátt og barnabætur í fjárlögum næsta árs.
Kjaramál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira