Ólafía aftur í vandræðum Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2018 18:13 Ólafía er í vandræðum í Bandaríkjunum. vísir/getty Aftur náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sér ekki á strik er hún lék á Q-School mótaröðinni en leikið er á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. Leiknir eru átta hringir á ellefu dögum en hringurinn í dag var annar í röðinni. Efstu 45 tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni en Q-School er síðasta úrtökumótið fyrir LPGA. Í gær lék Ólafía á fjórum höggum yfir pari og ekki gekk betur í dag. Í dag lék Ólafía á fimm höggum yfir pari og er samtals níu yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Ólafía fékk skolla á fjórðu holu en bætti það strax upp með fugli. Á áttundu holu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og aftur var það tvöfaldur skolli á elleftu. Á tólftu fékk hún svo skolla en náði að bæta það upp með fugli á fimmtándu holu. Hún endaði svo hringinn tveimur pörum og einum skolla. Ólafía er sem stendur í 83. sæti en eins og áður segir eru níu hringir eftir af mótinu. Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aftur náði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sér ekki á strik er hún lék á Q-School mótaröðinni en leikið er á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. Leiknir eru átta hringir á ellefu dögum en hringurinn í dag var annar í röðinni. Efstu 45 tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni en Q-School er síðasta úrtökumótið fyrir LPGA. Í gær lék Ólafía á fjórum höggum yfir pari og ekki gekk betur í dag. Í dag lék Ólafía á fimm höggum yfir pari og er samtals níu yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Ólafía fékk skolla á fjórðu holu en bætti það strax upp með fugli. Á áttundu holu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og aftur var það tvöfaldur skolli á elleftu. Á tólftu fékk hún svo skolla en náði að bæta það upp með fugli á fimmtándu holu. Hún endaði svo hringinn tveimur pörum og einum skolla. Ólafía er sem stendur í 83. sæti en eins og áður segir eru níu hringir eftir af mótinu.
Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira