Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 11:32 Páll Óskar á sviði útihátíðar Hinsegin daga sumarið 2018. Hinsegin dagar Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.” Hinsegin Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira
Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. Til að minnast uppreisnarinnar við Stonewall í Christopher street í New York mun WorldPride, stærsti hinsegin viðburður í heimi, fara fram í New York í júní 2019 og má búast við milljónum þátttakenda að því er segir í tilkynningu frá Hinsegin dögum í Reykjavík.„Það var svo 30 árum eftir Stonewall uppreisnina, eða í júní 1999, sem í fyrsta sinn var haldin svokölluð hinsegin helgi á Ingólfstorgi. Þar komu 1.500 gestir saman til að sýna samstöðu og berjast fyrir auknum sýnileika og réttindum hinsegin fólks í íslensku samfélagi. Rúmu ári síðar var svo fyrsta gleðigangan gengin en með henni fylgdust allt að 12.000 gestir, sem var langt umfram björtustu vonir skipuleggjenda hennar. Gleðigangan hefur verið árviss viðburður síðan og er í dag ein fjölsóttasta hátíð á Íslandi.“ Undanfarin ár hafa Hinsegin dagar staðið í sex daga og viðburðir verið allt að þrjátíu.Gunnlaugur Björnsson.Hinsegin dagar„Nú verður hins vegar gefið enn frekar í með það að fagna hinu merka afmælisári. Hinsegin dagar 2019 munu hefjast í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst og standa yfir í 10 daga. Á dagskrá hátíðarinnar verður fjöldi fjölbreyttra, fræðandi og skemmtilegra viðburða en hápunkturinn verður svo gleðiganga og glæsileg útihátíð laugardaginn 17. ágúst.“ Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, segir að framundan sé svo sannarlega stórt ár. „Það hefur gríðarlega margt áunnist frá því að Hinsegin dagar voru fyrst haldnir, svo ekki sé minnst á þann tíma sem liðinn er frá Stonewall uppreisninni. Af þessu tilefni viljum við því lengja hátíðahöld tengd Hinsegin dögum. Með því gefst okkur ekki bara svigrúm til að bjóða upp á enn fleiri fræðsluviðburði en áður heldur einnig fleiri og stærri kvöldviðburði á borð við tónleika, dragsýningar og dansleiki.“ Gunnlaugur segir markmiðið sem fyrr að þakka fyrir þann árangur sem náðst hafi en um leið auka sýnileika hinsegin fólks og halda baráttunni áfram enda séu margir sigrar enn óunnir. „Að þessu sinni munum við þó gæta þess enn betur en áður að fagna og halda á lofti þeirri gleði sem einkennt hefur gleðigönguna frá upphafi. Það er nefnilega ekki alvöru afmæli án gleði þó svo að árin á undan hafi ekki endilega verið eintómur dans á rósum.”
Hinsegin Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Sjá meira