Mikilvægt að taka tillit til barnanna Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. október 2018 09:00 Hödd Vilhjálmsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þegar mynd eða umfjöllun er komin inn á samfélagsmiðla missir maður að mestu vald yfir efninu og einstaklingar hafa lent í því að það sem sett er inn er svo nýtt í öðrum tilgangi en lagt var upp með,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill um börn á samfélagsmiðlum. Hödd starfaði lengi í fjölmiðlum og hefur skrifað mikið um börn og samfélagsmiðla. Þá skrifaði hún meistararitgerð sína í lögfræði um friðhelgi einkalífs barna þegar kemur að samfélagsmiðlum og fjölmiðlum og kom meðal annars inn á hvernig foreldrar fjalla um börnin sín. „Þarna vegur upp á móti hvort öðru annars vegar réttur foreldris til að fjalla um barnið sitt og hins vegar réttur barnsins til þess að ekki sé fjallað um það.“ Hún segir það nauðsynlegt að foreldrar séu meðvitaðir um að birta síður myndir eða stöðuuppfærslur um börnin sín sem geti orðið til þess að þeim verði strítt eða einhvers konar upplýsingar séu birtar sem þau vilji ekki hafa fyrir allra augum, til dæmis persónuleg mál. „Mín skoðun er sú að eftir því sem börn eldast og þroskast eiga þau að fá að hafa meira um það að segja hvernig birtingarmynd þeirra er á samfélagsmiðlum. Foreldrar verða auðvitað að taka tillit til þess,“ segir Hödd og tekur fram að fullorðið fólk sé meðvitað um hvernig það vill birtast sjónum annarra á slíkum miðlum. „Þegar umfjöllunarefnið erum við sjálf viljum við að vel sé farið með ímynd okkar. Börn eiga eðlilega rétt á sömu tillitssemi og sumt á einfaldlega ekki heima á netinu eða samfélagsmiðlum,“ segir hún. „Sjálf hef ég verið dugleg að birta myndir af dætrum mínum en verið meðvituð um að það sé ekki efni sem getur komi þeim illa. Eftir því sem dóttir mín eldist finn ég að hún hefur sterkari skoðanir á því hvað fer inn og vill fá að stýra því sjálf. Ég skil það vel og virði,“ segir Hödd. „Börn eru alveg jafn viðkvæm og við, ef ekki viðkvæmari, sérstaklega þegar þau eru farin að gera sér grein fyrir þessum heimi. Unglingar eru mjög meðvitaðir og í rauninni fer stór hluti af lífi þeirra fram í gegnum samfélagsmiðla. Þeir eru mikið í símanum og að öllu jöfnu klárari en við á þessum miðlum því þetta gerist hraðar hjá þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira