Ráðherra segir hátekjuskatt koma til greina Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. október 2018 11:59 Ásmundur Einar Daðason ávarpaði þing ASÍ í morgun. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist ætla að styðja verkalýðshreyfinguna í því að hátekjuskattur verði settur á hæstu tekjur íslensks samfélags ef ekki næst samstaða um að koma böndum á efstu lög samfélagsins. Þetta kom fram í máli Ásmundar Einars á þingi Alþýðusambands Íslands í morgun. „Ég er á því að innan almenna opinbera geirans þá séu efstu laun viða algjörlega úr takti við það sem almennt gerist í samfélaginu. Hins vegar er ekki nóg að opinberi vinnumarkaðurinn taki á sínum málum það verður hinn almenni líka að gera. Þar hafa hækkanir einstakra forstjóra og toppa verið úr öllum takti við raunveruleikann,“ sagði Ásmundur Einar. „Í því efni gengur ekki að bæði samtök atvinnulífs og verkalýðshreyfing sitji hjá þegar kemur að fyrirtækjum sem eru í eigu lífeyrissjóða. Þar getið þið haft áhrif og beitt ykkar völdum. Eftir að hafa farið yfir málin með ýmsum aðilum bæði á opinbera og almenna vinnumarkaðnum þá eru rökin sem gjarnan eru höfð uppi þau að fyrir hækkunum í efsta lagi að hækkunin sé vegna þess að laun hliðstæðra starfa hafi hækkað og þetta sé gert til þess að laun séu samkeppnishæf.“Tvær mögulegar leiðir Ásmundur Einar sagði að það væru tvær leiðir til að taka á launum í efsta lagi samfélagsins. Annars vegar að þeir sem ráði ríkjum, bæði á opinberum og almennum vinnumarkaði taki höndum saman og grípi til aðgerða en hin leiðin sé að beita skattkerfinu. „Ég hyggst á næstunni halda áfram að fara ofan í þessi mál og ætla að beita mér fyrir því að samstaða náist um það að taka á efstu launum samfélagsins. Þar þurfa að koma að báðir aðilar vinnumarkaðar, hið opinbera forystumenn lífeyrissjóða og forstöðumenn stærstu fyrirtækja þessa lands. Ég hef sagt það áður og ég meinti það þá og segi það enn, þessari vitleysu í efsta laginu verður að linna.“ „Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem koma böndum á efstu lög samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásgeir og uppskar mikið lófaklapp fundargesta.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58 Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46 Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjöldi svæða á landinu misst samband Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Sjá meira
Verkalýðshreyfingin eigi ekki að vera stjórnmálaflokkur Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ segist ganga sáttur frá borði. 24. október 2018 10:58
Bein útsending: 43. þing Alþýðusambands Íslands Þrjú hundruð fulltrúar frá 48 stéttarfélögum af öllu landinu koma saman á 43. þingi ASÍ á morgun. Þar verður stefna sambandsins til næstu tveggja ára mörkuð auk þess sem ný forysta verður kjörin á föstudag. 24. október 2018 09:46
Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. 23. október 2018 13:28