Erlent

Mexíkóar búa sig undir Willu

Samúel Karl Ólason skrifar
Willa er nú þriðja stigs fellibylur og er búist við því að mikil rigning sem fylgir óveðrinu muni leiða til mannskæðra flóða.
Willa er nú þriðja stigs fellibylur og er búist við því að mikil rigning sem fylgir óveðrinu muni leiða til mannskæðra flóða. AP/NOAA
Mikill viðbúnaður er nú í Mexíkó þar sem fellibylurinn Willa mun ná landi í kvöld. Willa er nú þriðja stigs fellibylur og er búist við því að mikil rigning sem fylgir óveðrinu muni leiða til mannskæðra flóða. Þá fylgja sterkir vindar og sjávarflóð Willu sömuleiðis. Varað hefur verið við því að Willa ógni lífa fjölmargra.

Búist er við 15 til 30 sentímetra rigningu og allt að 45 sentímetrum á nokkrum stöðum. Þeir háu fjallgarðar sem eru nærri Kyrrhafsströnd Mexíkó munu að öllum líkindum auka hættuna vegna skyndiflóða og aurskriða.



Á leið sinni að landi fór Willa yfir eyju þar sem starfrækt er fangelsi. Þaðan er talið að fellibylurinn muni fara yfir vinsæla ferðamannastaði. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 19 bæjarfélögum. Skólum hefur verið lokað og hafa íbúar unnið hörðum höndum að því að negla fyrir glugga og tryggja húsnæði með öðrum leiðum.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×