Suður-Súdan: Skref í rétta átt eftir friðarsamninga Heimsljós kynnir 23. október 2018 14:15 Kona heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september. Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur stutt dyggilega við starf Alþjóðaráðsins í Suður-Súdan síðustu árin til að bregðast við fjölþættum mannúðarvanda sem geisar þar í landi. Teymi á vegum Alþjóðaráðsins hafði aðkomu að því þegar einstaklingunum var sleppt með því að gæta þess að það væri gert með öruggum hætti og veita þeim síðan læknisfræðilega aðstoð eftir að þeir voru frjálsir. Meðal helstu verkefna Rauða krossins í Suður-Súdan er að auka fæðuöryggi, sameina fjölskyldur sem hafa orðið viðskila við ættingja sína og veita lífsbjargandi aðstoð með því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á myndinni má sjá konu sem heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndina í vettvangsferð með Rauða krossinum fyrr á þessu ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent
Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september. Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur stutt dyggilega við starf Alþjóðaráðsins í Suður-Súdan síðustu árin til að bregðast við fjölþættum mannúðarvanda sem geisar þar í landi. Teymi á vegum Alþjóðaráðsins hafði aðkomu að því þegar einstaklingunum var sleppt með því að gæta þess að það væri gert með öruggum hætti og veita þeim síðan læknisfræðilega aðstoð eftir að þeir voru frjálsir. Meðal helstu verkefna Rauða krossins í Suður-Súdan er að auka fæðuöryggi, sameina fjölskyldur sem hafa orðið viðskila við ættingja sína og veita lífsbjargandi aðstoð með því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á myndinni má sjá konu sem heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndina í vettvangsferð með Rauða krossinum fyrr á þessu ári.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent