Gylfi hefði viljað sjá breiðari samstöðu innan ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 13:28 Gylfi Arnbjörnsson lætur senn af embætti forseta ASÍ. fréttablaðið/eyþór Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga. Kjaramál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira
Fráfarandi forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld bera ábyrgð á að ekki tókst að koma á nýju samningalíkani á vinnumarkaðnum og að samningagerð nú geti reynst erfið. Hann hefði viljað sjá enn breiðara samflot aðildafélaga sambandsins en nú sé í spilunum en töluverðar líkur séu á átökum á vinnumarkaðnum. Þriggja daga þing Alþýðusambandsins hefst á morgun en á lokadegi þess á föstudag verður ný forysta sambandsins kjörin sem og fulltrúar í miðstjórn. Gylfi Arnbjörnsson lætur af embætti forseta en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Afls á Austurlandi, bjóða sig fram til forseta og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bjóða sig fram í embætti fyrsta og annars varaforseta. Síðustu almennu kjarasamnngar félaga innan ASÍ voru gerðir árið 2015. Á samningstímanum var gerð tilraun til að koma á nýju samningalíkani að norrænni fyrirmynd sem Gylfi segir stjórnvöld beri ábyrgð á að ekki tókst. „Ég vil nú meina að stjórnvöld beri talsvert mikla ábyrgð á því. Vegna þess að það módel auðvitað byggir á samkomulagi ekki bara um efnahagslegan stöðugleika heldur líka félagslegan. Þar finnst mér stjórnmálin hafa brugðist okkur. Ofan í síðan kjararáð og alla vitleysuna sem því tengist. Þetta eru atriði sem þarf dálítið að gera upp núna í hreyfingunni,” segir Gylfi. Ljóst sé og legið hafi fyrir lengi að samningalotan framundan verði erfið meðal annars vegna þessa.Líkur á átökum á vinnumarkaði„Það eru auðvitað komnir aðilar til áhrifa í verkalýðshreyfingunni sem vilja fara aðra leið. Þess vegna held ég að það sé nokkuð ljóst að þetta geti orðið býsna heitur vetur með tilliti til vinnumarkaðarins,” segir fráfarandi forseti ASÍ. Væntingarnar séu miklar og mótist af því sem á undan sé gengið varðandi kjararáð og aukna misskiptingu í samfélaginu. „Það er oft á tíðum erfitt að samræma þetta væntingastig við þær aðstæður sem eru í okkar efnahagslífi. Við slíkar aðstæður kann það alveg að koma til að það slái í brýnu á milli aðila,” segir Gylfi. Nítján aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins fara fram saman í komandi viðræðum og rætt hefur verið að VR og jafnvel önnur félög innan Landssambands verslunarmanna verði hluti af samflotinu. Gylfi minnir á að þessir aðilar hafi samið sameignlega í síðustu samningum árið 2015 en þá hafi verið gangrýnt að ekki hafi tekist að sameina kröfur allra félga innan ASÍ eins og tekist hafi í mörg ár þar á undan. „Þannig að mér finnst þetta tal um breiðfylkingu hluta hreyfingarinnar ekki alveg vera á sínum stað. Ég hefði gjarnan viljað sjá allan ASÍ hópinn sameinast í þessari aðkomu.”Þannig að öll aðildarfélög innan ASÍ hefðu farið saman?„Ég held að slagkraftur hreyfingarinnar verði einfaldlega miklu meiri við að ná að sameina öll aðildarfélög Alþýðusambandsins. En til þess þarf auðvitað að vinna bæði mótun kröfugerðar á stjórnvöld og atvinnurekendur sameiginlega,” segir Gylfi. Hann hafi áhyggjur af því að ekki sé unnið nægjanlega að því að sameina öll félög og sambönd innan ASÍ fyrir komandi kjarasamninga.
Kjaramál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Sjá meira