Fjármálaráðuneytið sagt hafa eytt milljörðum í Bitcoin-fyrirtæki í falsfrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2018 13:30 Íslenska fjármálaráðuneytið kaupir nýtt nýsköpunarfyrirtæki og segir að "þetta er þar sem framtíðin liggur“ segir í fyrirsögn falsfréttarinnar. Mynd/Skjáskot. „Fjármálaráðuneyti Íslands er nýbúið að fjárfesta helmingi auðæfa sinna í nýtt verkefni sem ríkisstjórnin telur að muni móta framtíð fjármálaheimsins“. Á þessum orðum hefst frétt sem látin er líta út fyrir að hafa verið birt á tæknivef CNN í gær. Þegar betur er að gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk, enda tæknivefur CNN ekki til sem sérvefur, heldur aðeins sem undirvefur á viðskiptavef CNN.Þá er slóðin in á fréttina sjálf allt önnur en hefbundin slóð á vef CNN. Auk þess er rætt við mann að nafni Jeremy Piven í fréttinni, og hann sagður vera umsjónarmaður menningarumfjöllunar CNN. Piven er hins vegar líklega best þekktur fyrir leik sinn sem Ari Gold í sjónvarpsþáttunum Entourage.Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim.Jeremy Piven, hér fyrir miðju, er þekktari fyrir leiklist, fremur en umsjón með menningarumfjöllun CNN.Mynd/HBOSamkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu á þessi frétt ekki við rök að styðjast og ráðuneytið hefur því ekki keypt nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution á 100 milljónir dollara. Í fréttinni er almenningi boðið að taka þátt í fyrirtækinu og það eina sem til þess þurfi sé að smella á tengil inn í fréttinni. Líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða. Fréttin er sú nýjasta í röð falsfrétta sem tengist Íslandi og Bitcoin. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagður hafa auðgast mjög á Bitcoin, sem og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptamaður. Þá hermdu einhverjir óprúttnir aðilar eftir útliti Viðskiptablaðsins og birtu falsfréttir þar sem andlit og nöfn mismunandi þjóðþekktra Íslendinga á borð við Björgólfs Thors Björgólfssonar, Eggerts Magnússonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Björgólfs Guðmundssonar og Rúnars Freys Gíslasonar voru notuð og þeir sagðir geta sýnt lesendum hvernig hægt væri að græða milljónir á Bitcoin.Fyrr á árinu varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við falsfréttasvindli á borð við það sem virðist vera á ferðinni hér. Í tilkynningu lögreglu sagði að svindl fyrirtækjanna fælist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hyrfu peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað. Rafmyntir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Fjármálaráðuneyti Íslands er nýbúið að fjárfesta helmingi auðæfa sinna í nýtt verkefni sem ríkisstjórnin telur að muni móta framtíð fjármálaheimsins“. Á þessum orðum hefst frétt sem látin er líta út fyrir að hafa verið birt á tæknivef CNN í gær. Þegar betur er að gáð er þó augljóst að fréttin er fölsk, enda tæknivefur CNN ekki til sem sérvefur, heldur aðeins sem undirvefur á viðskiptavef CNN.Þá er slóðin in á fréttina sjálf allt önnur en hefbundin slóð á vef CNN. Auk þess er rætt við mann að nafni Jeremy Piven í fréttinni, og hann sagður vera umsjónarmaður menningarumfjöllunar CNN. Piven er hins vegar líklega best þekktur fyrir leik sinn sem Ari Gold í sjónvarpsþáttunum Entourage.Í fréttinni er sagt að fjármálaráðuneytið hafi eytt 100 milljónum dollara, um ellefu milljörðum króna, til þess að kaupa nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution sem sagt er að sýsli með rafmyntir og tækni tengda þeim.Jeremy Piven, hér fyrir miðju, er þekktari fyrir leiklist, fremur en umsjón með menningarumfjöllun CNN.Mynd/HBOSamkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu á þessi frétt ekki við rök að styðjast og ráðuneytið hefur því ekki keypt nýsköpunarfyrirtækið The Bitcoin Revolution á 100 milljónir dollara. Í fréttinni er almenningi boðið að taka þátt í fyrirtækinu og það eina sem til þess þurfi sé að smella á tengil inn í fréttinni. Líklegt er að um einhvers konar netveiðar sé um að ræða. Fréttin er sú nýjasta í röð falsfrétta sem tengist Íslandi og Bitcoin. Fyrir ekki svo löngu síðan var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagður hafa auðgast mjög á Bitcoin, sem og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptamaður. Þá hermdu einhverjir óprúttnir aðilar eftir útliti Viðskiptablaðsins og birtu falsfréttir þar sem andlit og nöfn mismunandi þjóðþekktra Íslendinga á borð við Björgólfs Thors Björgólfssonar, Eggerts Magnússonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Björgólfs Guðmundssonar og Rúnars Freys Gíslasonar voru notuð og þeir sagðir geta sýnt lesendum hvernig hægt væri að græða milljónir á Bitcoin.Fyrr á árinu varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við falsfréttasvindli á borð við það sem virðist vera á ferðinni hér. Í tilkynningu lögreglu sagði að svindl fyrirtækjanna fælist fyrst og fremst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem nota á í „viðskiptaplan og tölvustýrða áhættu.“ Í flestum tilvikum hyrfu peningarnir þó fljótt og örugglega í viðskiptum sem aldrei áttu sér stað.
Rafmyntir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15 Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34 Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífum fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. 3. febrúar 2018 19:15
Peningar hverfa hratt í viðskiptum við falsfréttasvindlara Í tilkynningu frá lögreglunni segir að svikamyllurnar leitist eftir því að svindla á grandalausum einstaklingum og hafa af þeim peninga með téðum auglýsingum og falsfréttum. 4. febrúar 2018 11:34
Forsetinn sagður vera með lausnina að ljúfa lífinu í falsfrétt Forseti Íslands er sagður geta kennt hinum almenna Íslendingi að þéna mikinn pening á hverjum degi með því að vinna heiman frá. 13. október 2017 08:15