Forseti Kína, Xi Jinping, opnaði í morgun lengstu brú sem spannar hafflöt í heimi, en mannvirkið var níu ár í byggingu.
Brúin er 55 kílómetrar á lengd ef tengivegir eru taldir með og tengir hún eyjarnar Hong Kong og Macau við meginland Kína.
Kostnaður við smíðina var litlir tuttugu milljarðar dollara og varð hún mun dýrari en áætlað var í fyrstu.
Þá létu að minnsta kosti átján verkamenn lífið meðan á byggingunni stóð.
Xi forseti klippti á borðann í morgun ásamt leiðtogum Hong Kong og Macau en eyjurnar eru hluti af Kína þótt þær hafi ákveðna sjálfstjórn.
Lengsta brú í heimi opnuð
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
