Erlent

Mexíkó í vegi lífshættulegs fellibyljar

Kjartan Kjartansson skrifar
Gervihnattamynd af Willu í austanverðu Kyrrahafi. Búist er við því að fellibylurinn gangi á land í Mexíkó á morgun eða aðra nótt.
Gervihnattamynd af Willu í austanverðu Kyrrahafi. Búist er við því að fellibylurinn gangi á land í Mexíkó á morgun eða aðra nótt. AP/NOAA
Yfirvöld á vesturströnd Mexíkó hafa gert ráðstafanir fyrir komu fellibyljarins Willu sem stefnir nú hraðbyri þangað. Willa er orðin að nærri því fimmta stigs fellibyl og hefur Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varað við því að afleiðingar hennar gætu orðið „lífshættulegar“.

Búist er við sjávarflóðum, stormi og úrhelli í suð- og miðvesturhluta Mexíkó frá og með morgundeginum. Willa gæti orðið að fimmta stigs fellibyl síðar í dag og skapað lífshættulegan sjógang, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann gæti gengið á land á morgun eða aðfaranótt miðvikudags.

Viðvaranir hafa verið gefnar út víða meðfram vesturströnd Mexíkó. Í Sinaloa- og Nayarit-ríkjum hafa yfirvöld lokað skólum við ströndina og byrjað að undirbúa neyðarskýli.

Fellibylsmiðstöðin Bandaríkjanna spáir að 15-30 sentímetra úrkoma fylgi Willu. Á sumum stöðum gæti úrkoman náð allt að 45 sentímetrum. Hætta er talin á skyndiflóðum og aurskriðum í fjalllendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×