Golf

Koepka efstur á heimslistanum í fyrsta sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Koepka fagnar í gær.
Koepka fagnar í gær. vísir/getty
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka komst í dag í efsta sætið á heimslistanum í golfi í fyrsta sinn á ferlinum.

Koepka vann CJ Cup í Suður-Kóreu í dag og er kominn með nóg af stigum til þess að velta Dustin Johnson úr toppsætinu. Koepka hefur átt frábært ár og var valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni fyrr í mánuðinum.

„Að komast á topp heimslistans er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá barnsaldri. Ég er ekki alveg búinn að meðtaka þetta enn þá,“ sagði Koepka í skýjunum.

„Það hefur allt gengið upp á þessu ári hjá mér og ég vil ekki breyta neinu. Bara bæta mig. Ég er svo spenntur núna og get ekki beðið eftir að fara á næsta mót.“

Koepka vann bæði US Open og PGA-meistaramótið á árinu og hefur alls unnið þrjú risamót á ferlinum. Hann er þriðji kylfingurinn sem kemst á topp heimslistans á þessu ári. Þar hafa einnig setið Justin Rose og áðurnefndur Dustin Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×