Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld.
Kimi Räikkönen kom fyrstur í mark en þetta var hans fyrsti sigur í Formúlu 1 síðan 2013. Hann hafði farið í gegnum 113 keppnir án þess að koma fyrstur í mark.
Næstur í mark kom Max Verstappen fyrir Red Bull. Hann byrjaði keppnina í kvöld átjándi en kom í mark annar. Geggjaður árangur hjá hinum unga og efnilega Verstappen.
Í þriðja sætinu var Lewis Hamilton, sem mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, en hann gerði allt til þess að koma sér fram fyrir Verstappen og tryggja sér titilinn.
Hinn ungi og efnilegi Verstappen lét ekki sitt eftir liggja og hélt vel á spöðunum. Á sama tíma fór Sebastian Vettel, helsti keppinautur Hamilton úr fimmta sætinu í fjórða sætið, sem gerði það að verkum að verkefnið var nær ómögulegt fyrir Hamilton.
Hamilton þurfti að fá átta stigum meira en Vettel en það tókst ekki í kvöld. Hann fékk fimm stigum meira en Vettel en enn eru fjórar keppnir eftir af mótinu. Það eru 75 stig eftir í pottinum og það munar 70 stigum á Vettel og Hamilton.
Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn