Innlent

Segir hagsmunasamtök stjórna landinu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins Vísir/Vilhelm
Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu.

Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess.

„Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga.

„Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið  inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland.

Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×