Formúla 1

Hamilton á ráspól í Texas

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimsmeistari í fimmta sinn á morgun?
Heimsmeistari í fimmta sinn á morgun? Vísir/Getty
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton verður á ráspól í Formúla 1 kappakstri helgarinnar sem fram fer í Austin, Texas í Bandaríkjunum á morgun.

Þetta er fjórði síðasti kappakstur tímabilsins en fari svo að Hamilton fái átta stigum meira en Sebastian Vettel tryggir Hamilton sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Það myndi gera þennan 33 ára gamla Breta að þriðja sigursælasta ökuþóri sögunnar í Formúlu 1 en aðeins hafa þeir Juan Manuel Fangio (5) og Michael Schumacher (7) unnið fimm eða fleiri heimsmeistaratitla.

Vettel var með annan besta tímann í tímatökunni en hann mun engu að síður ræsa fimmti vegna refsingu sem hann hlaut á æfingu í brautinni á föstudag.

Það verður því að teljast ansi líklegt að Hamilton klári dæmið á morgun en kappaksturinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 17:50.


Tengdar fréttir

Vettel fær þriggja sæta refsingu

Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari, þarf að sætta sig við þriggja sæta refsingu á ráspól bandaríska kappakstursins á sunnudag.

Hamilton skildi keppendurna um titilinn eftir í reyknum

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton gæti unnið fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra um helgina þegar keppnin fer fram í Austin, Texas. Aðeins tveir ökuþórar hafa unnið fimm heimsmeistaratitla í sögunni. Brautin í Austin hefur reynst Hamilton vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×