Uppfræða börn um fornminjar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 21:36 Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk. Fornminjar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Fornleifaskóli barnanna hefur tekið til starfa í Odda á Rangárvöllum þar sem grunnskólabörn fá að kynnast öllu sem varðar fornleifar og rannsóknir á þeim. Oddi á Rangárvöllum er eitt þekktasta höfuðból landsins með Oddakirkju fremst í flokki. Nú er hafin á staðnum fornleifarannsókn sem kallast Oddarannsókn og þá hefur fornleifaskóli barna tekið til starfa í Odda þar sem nemendur í 7. bekk í grunnskólanum á Hellu eru meðal annars í skólanum.Kristborg Þórsdóttir vonast til að Fornleifaskóli barnanna sé kominn til að vera.Vísir/Stöð 2„Þetta er sem sagt í fyrsta skiptið sem þessi skóli er haldinn en vonandi ekki í síðasta skiptið, það er okkar von hjá Oddafélaginu að það verði Fornleifaskóli barnanna hérna um ókomna tíð og að aftur verði komin einhvers konar fræðslustarfsemi í tíð Oddaverja. Það er svo mikilvægt að uppfræða unga fólkið í landinu um fornminjar og sögu okkar. Hér er frábær vettvangur til þess. Hér er síðan farin í gang metnaðarfull rannsókn, Oddarannsóknina, sem Oddafélag stendur fyrir og byrjaði í sumar,“ segir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur. Þá fannst strax manngerður hellir sem talinn er vera frá 10. öld. Hellirinn tengist sennilega öðrum mun stærri helli sem féll fyrir löngu síðan og sést núna bara sem djúp lægð í túninu í Odda. „Þetta er náttúrulega bara eins og tímahylki. Maður kemur þarna inn og það hefur enginn stigið þangað inn og ekkert súrefni komist að þessu í kannski 800 ár. Það er bara magnað, það er einstakt að geta rannsakað svona mannvirki sem er undir þaki og er þetta gamalt. Það er einstakt á Íslandi,“ segir Kristborg. Krakkarnir í Fornleifaskólanum segja það frábært að kynnast fornleifauppgrefti í Odda. „Við erum að grafa svona muni, það er mjög gaman,“ segir Kolbrún Sjöfn Ómarsdóttir, nemandi í 7. bekk.
Fornminjar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira