Formúla 1

Vettel fær þriggja sæta refsingu

Dagur Lárusson skrifar
vísir/getty
Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari, þarf að sætta sig við þriggja sæta refsingu á ráspól bandaríska kappakstursins á sunnudag.

 

Vettel fær refsinguna fyrir að aka of hratt á brautinni í Austin í fyrstu æfingu þegar veifað var rauðum flöggum.

 

Þjóðverjinn er 67 stigum á eftir aðal keppinaut sínum, Lewis Hamilton, fyrir kappaksturinn. Takist Bretanum að vinna keppnina á morgun verður Vettel að enda annar á eftir honum til að halda titilmöguleikum sínum á lífi.

 

Með þessari refsingu minnka líkurnar á því verulega. Að auki hefur Lewis verið algjörlega óstöðvandi á fyrstu æfingum og náð langbestu tímunum bæði í fyrstu og annari æfingu.

 

Þó er erfitt að meta raunverulegan hraða bílana vegna mikillar rigningar á brautinni. Spáð er að rigning verði einnig í tímatökunum klukkan sex í kvöld en kappaksturinn á morgun ætti að verða þurr.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×