Ólafía færist fjær LPGA mótaröðinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. október 2018 16:58 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims. Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Möguleikar Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á að halda korti sínu á LPGA mótaröðinni fara dvínandi. Ólafía er langt frá því að tryggja sig í gegnum lokaúrtökumótið. Eftir fimm hringi af átta á lokaúrtökumótinu sem leikið er á Pinehurst vellinum er Ólafía Þórunn á meðal neðstu kvenna í mótinu. Efstu 45 kylfingarnir komast inn á LPGA mótaröðina og eins og er eru síðustu kylfingarnir sem sleppa inn á 6 höggum yfir pari. Ólafía hefur ekki náð sér á strik á úrtökumótinu til þessa og þar var engin breyting á í dag. Hún byrjaði mjög vel og fékk tvo fugla á fyrstu þremur holunum. Á þeirri fjórðu fékk hún hins vegar tvöfaldan skolla og var því komin aftur á byrjunarreit. Eftir það fór að halla verulega undan fæti og hrapaði Ólafía niður töfluna. Hún fékk fimm skolla og einn fugl á næstu tíu holum og var komin tíu höggum frá 45. sætinu. Á 16. holu dagsins fékk Ólafía aftur tvöfaldan skolla. Hún kláraði síðustu tvær holurnar á pari og lauk leik samtals á átján höggum yfir pari í mótinu. Ólafía þarf að vinna upp 12 högg á næstu þremur hringjum og treysta á að 45. sætið færist ekki á lægra skor til þess að komast inn á þessa sterkustu mótaröð heims.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira