Neville og Carragher rifust um eyðslu Spurs: „Skilur þú ekki að völlurinn kostar 600 milljónir?“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. október 2018 10:30 Carragher og Neville þekkja það að takast á, hvort sem er innan vallar eða utan. skjáskot/sky sports Gary Neville og Jamie Carragher háðu margar barátturnar á fótboltavellinum í gegnum árin. Þrátt fyrir að vera komnir af vellinum og inn í sjónvarpsver er enn hiti á milli þessara fornu fjenda. Neville og Carragher eru sérfræðingar þáttarins Monday Night Football á Sky Sports. Þátturinn fór í loftið í gær þegar Manchester City var nýbúið að vinna 1-0 sigur á Tottenham á Wembley. Þeir félagar tókust á í því sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en heitu rifrildi yfir Tottenham og árangri þeirra. „Tottenham hefur byrjað tímabilið mjög vel en nokkur lið hafa byrjað betur. Þeir fengu enga nýja leikmenn inn í sumar og mér líður eins og þetta sé liðið sem við vorum að horfa á fyrir tveimur árum. Það lið var frábært og vann næstum deildina, en ég held að ef þú stendur kyrr þá missir þú af lestinni,“ sagði Carragher. „Það hversu lítið þeir eyða á leikmannamarkaðinum er ekki sjálfbært og er ekki að skila þeim í Meistaradeildina á hverju ári. Snilli Pochettino í að ná því besta út úr leikmönnunum gerir það.“ Neville var ekki sammála Liverpool-manninum. „Þú ert að biðja þá um að eyða meiri pening þegar þeir eru í skuld sem vex með hverjum deginum því framkvæmdin á vellinum dregst á laginn. Þú getur ekki beðið um það,“ sagði Neville. „Pochettino vissi að hann fengi ekki 500-600 milljónir til þess að eyða í leikmenn þegar hann kom til Tottenham. Hann vissi hver Daniel Levy [eigandi Tottenham] var þegar hann tók starfið.“ „Þeir eru að horfa til framtíðar með því að byggja nýja leikvanginn. Í þrjátíu ár vantaði allt bakbein í Tottenham. Ef þú komst 2-0 yfir gegn þeim þá vissiru að þú myndir vinna. Nú erum við með besta, erfiðasta Tottenham-lið sem við höfum séð.“ „Hjálpum þeim þá,“ greip Carragher inn í. „Þeir eru með besta stjórann og bestu leikmennina í þrjátíu ár, reynið að ýta þeim upp á næsta stall.“ „Tottenham náði ekki að fá Sadio Mane út af launagreiðslum. Sama með Georginio Wijnaldum. Harry Maguire hefði getað farið til Tottenham en hann fékk hærri laun hja Leicester,“ sagði Carragher. „Við erum alltaf að heyra fólk tala um að þeim líki ekki við lið sem eyða meira en þau ættu að gera. Tottenham rekur sitt félag mjög vel. Daniel Levy er besti stjórnarmaður í fótboltaheiminum,“ sagði Neville þá. „Levy lætur umboðsmenn ekki stjórna sér, né knattspyrnustjóra eða leikmenn. Þeir eru allir á langtíma samningum og hann missir leikmenn mjög sjaldan á frírri sölu. Hann rekur félagið mjög vel og heldur í sína kostnaðaráætlun og þú getur ekki skammað hann fyrir það.“ „Þeir eru í Meistaradeildinni á hverju ári. Hvernig getur eyðsla Tottenham síðan Pochettino tók við bara verið 29 milljónir punda [samtala heildareyðslu og heildartekjum á leikmannamarkaðinum]? Stoke eyddi 60 milljónum og þeir eru í B-deildinni?“ spurði Carragher þá forviða. „Hvernig hefur þú ekki áttað þig á því að nýi völlurinn kostar 600 milljónir?“ spurði Neville þá til baka. Þeir félagar rifust enn frekar um eyðslu Tottenham og má sjá frábæra klippu af því hér. Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Gary Neville og Jamie Carragher háðu margar barátturnar á fótboltavellinum í gegnum árin. Þrátt fyrir að vera komnir af vellinum og inn í sjónvarpsver er enn hiti á milli þessara fornu fjenda. Neville og Carragher eru sérfræðingar þáttarins Monday Night Football á Sky Sports. Þátturinn fór í loftið í gær þegar Manchester City var nýbúið að vinna 1-0 sigur á Tottenham á Wembley. Þeir félagar tókust á í því sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en heitu rifrildi yfir Tottenham og árangri þeirra. „Tottenham hefur byrjað tímabilið mjög vel en nokkur lið hafa byrjað betur. Þeir fengu enga nýja leikmenn inn í sumar og mér líður eins og þetta sé liðið sem við vorum að horfa á fyrir tveimur árum. Það lið var frábært og vann næstum deildina, en ég held að ef þú stendur kyrr þá missir þú af lestinni,“ sagði Carragher. „Það hversu lítið þeir eyða á leikmannamarkaðinum er ekki sjálfbært og er ekki að skila þeim í Meistaradeildina á hverju ári. Snilli Pochettino í að ná því besta út úr leikmönnunum gerir það.“ Neville var ekki sammála Liverpool-manninum. „Þú ert að biðja þá um að eyða meiri pening þegar þeir eru í skuld sem vex með hverjum deginum því framkvæmdin á vellinum dregst á laginn. Þú getur ekki beðið um það,“ sagði Neville. „Pochettino vissi að hann fengi ekki 500-600 milljónir til þess að eyða í leikmenn þegar hann kom til Tottenham. Hann vissi hver Daniel Levy [eigandi Tottenham] var þegar hann tók starfið.“ „Þeir eru að horfa til framtíðar með því að byggja nýja leikvanginn. Í þrjátíu ár vantaði allt bakbein í Tottenham. Ef þú komst 2-0 yfir gegn þeim þá vissiru að þú myndir vinna. Nú erum við með besta, erfiðasta Tottenham-lið sem við höfum séð.“ „Hjálpum þeim þá,“ greip Carragher inn í. „Þeir eru með besta stjórann og bestu leikmennina í þrjátíu ár, reynið að ýta þeim upp á næsta stall.“ „Tottenham náði ekki að fá Sadio Mane út af launagreiðslum. Sama með Georginio Wijnaldum. Harry Maguire hefði getað farið til Tottenham en hann fékk hærri laun hja Leicester,“ sagði Carragher. „Við erum alltaf að heyra fólk tala um að þeim líki ekki við lið sem eyða meira en þau ættu að gera. Tottenham rekur sitt félag mjög vel. Daniel Levy er besti stjórnarmaður í fótboltaheiminum,“ sagði Neville þá. „Levy lætur umboðsmenn ekki stjórna sér, né knattspyrnustjóra eða leikmenn. Þeir eru allir á langtíma samningum og hann missir leikmenn mjög sjaldan á frírri sölu. Hann rekur félagið mjög vel og heldur í sína kostnaðaráætlun og þú getur ekki skammað hann fyrir það.“ „Þeir eru í Meistaradeildinni á hverju ári. Hvernig getur eyðsla Tottenham síðan Pochettino tók við bara verið 29 milljónir punda [samtala heildareyðslu og heildartekjum á leikmannamarkaðinum]? Stoke eyddi 60 milljónum og þeir eru í B-deildinni?“ spurði Carragher þá forviða. „Hvernig hefur þú ekki áttað þig á því að nýi völlurinn kostar 600 milljónir?“ spurði Neville þá til baka. Þeir félagar rifust enn frekar um eyðslu Tottenham og má sjá frábæra klippu af því hér.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira