Þægur drengur í jólagjöf 17. desember 2018 09:00 Vilhelm Anton Jónsson. Mynd/Anton Brink Vilhelm Anton Jónsson, eða Vísinda-Villi, nú eða Villi Naglbítur, segir undarlega upplifun að finna rjúpnalykt um páska. Hann fær svo matarmikinn grjónagraut á aðfangadag að hann þarf ekki meira fyrr en um áramót. Morgunmatur á jóladag? Konfekt, piparkökur og afgangar af rjúpum, og svo alveg haugur af malti og appelsíni. Besta jólamyndin? Þarna þarf ég að hugsa aðeins. The Nightmare before Christmas er algjörlega frábær og ein af mínum uppáhaldsbíómyndum. Bad Santa er líka góð. Svo er náttúrlega ekki hægt að sleppa Love Actually. Maður þarf að hafa hjarta úr steini til að fíla hana ekki. Besta jólalagið? Lagið Fairytale of New York er þar langlanglaaaaangefst á blaði. Besta jólabókin? Í ár er það klárlega nýja Vísindabókin sem ég var að gefa út. Hún er frábær tilraunabók fyrir krakka svo við feðgar munum dunda okkur saman í tilraunum öll jólin. Annars finnst mér gaman að lesa ljóð um jólin. Jólahefð úr æsku sem er enn viðhöfð í dag? Eldri sonur minn hleypur með litla bjöllu í öll herbergi og hringir inn jólin þegar klukkan slær sex á aðfangadag. Þetta er hefð sem hann fékk frá frænda sínum og er geggjuð. Svo er grjónagrautur með þeyttum rjóma, súkkulaði og banönum í hádegi á aðfangadag. Eftir hann þarf maður ekkert að borða fyrr en á gamlárskvöld í raun. Mesta jólaklúðrið? Ég man ekki eftir neinu stórkostlegu klúðri nema þegar við borðuðum einu sinni rjúpur á páskunum líka. Það var undarlegt. Allt orðið bjart og komið vor. Undarleg upplifun að finna rjúpnalykt um páska. Besta jólagjöfin? Þegar ég gaf mömmu að vera góður og þægur drengur. Fyrsta jólagjöfin sem þú manst eftir? Við bræðurnir fengum ein jólin tvo dótasíma sem var hægt að tengja saman með snúru. Við gátum hringt hvor í annan. Það var rosalegt. Við gátum setið sitthvorum megin í herberginu og talað saman í gegnum síma. Framtíðin var mætt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Vilhelm Anton Jónsson, eða Vísinda-Villi, nú eða Villi Naglbítur, segir undarlega upplifun að finna rjúpnalykt um páska. Hann fær svo matarmikinn grjónagraut á aðfangadag að hann þarf ekki meira fyrr en um áramót. Morgunmatur á jóladag? Konfekt, piparkökur og afgangar af rjúpum, og svo alveg haugur af malti og appelsíni. Besta jólamyndin? Þarna þarf ég að hugsa aðeins. The Nightmare before Christmas er algjörlega frábær og ein af mínum uppáhaldsbíómyndum. Bad Santa er líka góð. Svo er náttúrlega ekki hægt að sleppa Love Actually. Maður þarf að hafa hjarta úr steini til að fíla hana ekki. Besta jólalagið? Lagið Fairytale of New York er þar langlanglaaaaangefst á blaði. Besta jólabókin? Í ár er það klárlega nýja Vísindabókin sem ég var að gefa út. Hún er frábær tilraunabók fyrir krakka svo við feðgar munum dunda okkur saman í tilraunum öll jólin. Annars finnst mér gaman að lesa ljóð um jólin. Jólahefð úr æsku sem er enn viðhöfð í dag? Eldri sonur minn hleypur með litla bjöllu í öll herbergi og hringir inn jólin þegar klukkan slær sex á aðfangadag. Þetta er hefð sem hann fékk frá frænda sínum og er geggjuð. Svo er grjónagrautur með þeyttum rjóma, súkkulaði og banönum í hádegi á aðfangadag. Eftir hann þarf maður ekkert að borða fyrr en á gamlárskvöld í raun. Mesta jólaklúðrið? Ég man ekki eftir neinu stórkostlegu klúðri nema þegar við borðuðum einu sinni rjúpur á páskunum líka. Það var undarlegt. Allt orðið bjart og komið vor. Undarleg upplifun að finna rjúpnalykt um páska. Besta jólagjöfin? Þegar ég gaf mömmu að vera góður og þægur drengur. Fyrsta jólagjöfin sem þú manst eftir? Við bræðurnir fengum ein jólin tvo dótasíma sem var hægt að tengja saman með snúru. Við gátum hringt hvor í annan. Það var rosalegt. Við gátum setið sitthvorum megin í herberginu og talað saman í gegnum síma. Framtíðin var mætt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Æðislegur fylltur lambahryggur Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Öðruvísi jól eftir fráfall Jóns Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira