Hungursneyð yfirvofandi í Jemen: Ástandið versnar dag frá degi Heimsljós kynnir 9. nóvember 2018 15:00 Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segja að barn deyi á tíu mínútna fresti í Jemen. Rauði krossinn „Matarskortur er hvergi jafn mikill í heiminum eins og í Jemen. Þar eru milljónir íbúa á barmi hungursneyðar og ástandið versnar dag frá degi,“ segir í frétt frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) en David Beasley framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði í gær að sinnuleysi um hungursneyð væri skömm mannkyns. Í fréttinni segir að WFP og önnur mannúðarsamtök hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra hungursneyð en margt bendi því miður til þess að meira þurfi til því víðtækur sultur blasi við. Beðið er eftir greiningu á ástandinu en bæði fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum og ríkisstjórn Jemen eru að taka saman gögn sem verða væntanlega kynnt á næstu vikum. Óttast er að þá komi í ljós að á sumum átakasvæðum sé nú þegar hungursneyð. Samkvæmt síðustu skýrslu frá marsmánuði á þessu ári bjuggu 6,8 milljónir í búa Jemen við „neyð“ en talið er að í væntanlegri skýrslu verði íbúafjöldinn kominn upp í 12-14 milljónir. „Það merkir að hartnær helmingur þjóðarinnar hefur svo lítið að borða að það jaðrar við sult,“ segir í frétt WFP en samtökin áforma að tvöfalda matvælaaðstoð við íbúa Jemen gangi þessar spár eftir. Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segja að barn deyi á tíu mínútna fresti í Jemen úr sjúkdómum sem auðvelt væri að lækna og að helmingur barna búi við langvarandi vannæringu. „Staða barna í Jemen er skelfileg og Jemen er í dag talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Margra ára átök hafa lagt landið í rúst. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!,“ segja fulltrúar UNICEF á Íslandi en samtökin eru með neyðarsöfnun í gangi fyrir börn í Jemen. Rauði krossinn á Íslandi hóf um síðustu helgi neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. „Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ sagði Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins þegar neyðarsöfnunin hófst. Íslensk stjórnvöld vörðu á síðasta ári rúmum hálfum milljarði króna til mannúðaraðstoðar í heiminum gegnum alþjóðasamtök, að stórum hluta framlög til WFP, auk þess sem íslensk félagasamtök ráðstöfuðu 300 milljónum frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent
„Matarskortur er hvergi jafn mikill í heiminum eins og í Jemen. Þar eru milljónir íbúa á barmi hungursneyðar og ástandið versnar dag frá degi,“ segir í frétt frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) en David Beasley framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði í gær að sinnuleysi um hungursneyð væri skömm mannkyns. Í fréttinni segir að WFP og önnur mannúðarsamtök hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra hungursneyð en margt bendi því miður til þess að meira þurfi til því víðtækur sultur blasi við. Beðið er eftir greiningu á ástandinu en bæði fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum og ríkisstjórn Jemen eru að taka saman gögn sem verða væntanlega kynnt á næstu vikum. Óttast er að þá komi í ljós að á sumum átakasvæðum sé nú þegar hungursneyð. Samkvæmt síðustu skýrslu frá marsmánuði á þessu ári bjuggu 6,8 milljónir í búa Jemen við „neyð“ en talið er að í væntanlegri skýrslu verði íbúafjöldinn kominn upp í 12-14 milljónir. „Það merkir að hartnær helmingur þjóðarinnar hefur svo lítið að borða að það jaðrar við sult,“ segir í frétt WFP en samtökin áforma að tvöfalda matvælaaðstoð við íbúa Jemen gangi þessar spár eftir. Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segja að barn deyi á tíu mínútna fresti í Jemen úr sjúkdómum sem auðvelt væri að lækna og að helmingur barna búi við langvarandi vannæringu. „Staða barna í Jemen er skelfileg og Jemen er í dag talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Margra ára átök hafa lagt landið í rúst. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!,“ segja fulltrúar UNICEF á Íslandi en samtökin eru með neyðarsöfnun í gangi fyrir börn í Jemen. Rauði krossinn á Íslandi hóf um síðustu helgi neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. „Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ sagði Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins þegar neyðarsöfnunin hófst. Íslensk stjórnvöld vörðu á síðasta ári rúmum hálfum milljarði króna til mannúðaraðstoðar í heiminum gegnum alþjóðasamtök, að stórum hluta framlög til WFP, auk þess sem íslensk félagasamtök ráðstöfuðu 300 milljónum frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent