Tiger Woods sagði nei takk við 400 milljóna tilboði frá Sádum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 09:30 Tiger Woods. Vísir/Getty Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu. Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kylfingurinn Tiger Woods átti möguleika að fá um 2,5 milljónir punda fyrir að taka þátt í móti í Sádí Arabíu á næsta ári en hafnaði því. Ástæðan gæti verið morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en Tiger sagði allavega nei við 400 milljónum fyrir fjögurra daga mót. Sádi-Arabía fær nú mót á evrópsku mótaröðinni í golfi í fyrsta sinn á næsta ári og þar ætluðu menn að kalla á athygli heimsins með því að semja við Tiger Woods og borga honum vel fyrir að keppa á mótinu. Samkvæmt frétt Telegraph var Tiger boðið 2,5 milljónir punda eða um 400 milljónir íslenskra króna fyrir að keppa á mótinu.Exclusive: Tiger Woods turns down largest ever overseas pay cheque to play in Saudi Arabia @jcorrigangolfhttps://t.co/rPEBUbohJJ — Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 7, 2018Tiger Woods hafði áður tekið vel í þetta tilboð ef hann fengi svona vel borgað fyrir en það breyttist mögulega þegar menn frá Sádi-Arabíu myrtu Jamal Khashoggi. Tiger Woods hefur áður ferðast um heiminn á ferlinum en hann hefur keppt bæði í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann hefur þó aldrei áður fengið eins hátt tilboð og í þessu tilfelli. Sádarnir höfðu fyrst samband í sumar eftir flotta spilamennsku Tiger Woods á opna breska meistaramótinu og á PGA meistaramótinu þar sem Tiger endaði í öðru sæti. Tiger sagði hinsvegar á endanum nei við tilboðinu en þá höfðu aftur á móti kylfingarnir Dustin Johnson, Patrick Reed og Paul Casey allir samþykkt að vera með. Blaðamaður Telegraph er ekki þó ekki með það staðfest hvort morðið á Jamal Khashoggi hafi haft úrslitaáhrif á Tiger eða hvort hann ætli að takmarka löng ferðalög á næsta ári til að hlífa skrokknum. Það hefur hinsvegar verið pressa á íþróttafólki að mæta ekki á mót í Sádi-Arabíu. Jamal Khashoggi skrifaði greinar í Washington Post en hann var myrtur í sendiráði Sádi-Arabíu í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Tenniskappinn Roger Federer hætti við að keppa á tennismóti í Jeddah sem fer fram 22. desember vegna morðsins en hann átti að fá eina milljón punda fyrir eða 158 milljónir í íslenskum krónum. Rafael Nadal og Noval Djokovic eru enn skráðir til leiks á mótinu.
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira