Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 17:45 Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar. Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37
Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17