Bilun hefur komið upp í fjarskiptakerfi Mílu á Austfjörðum og er undirbúningur að viðgerð hafinn.
Í tilkynningu frá Mílu segir að bilunin sé í búnaði á Stöðvarfirði.
Uppfært 12:34:
Í tilkynningu frá Mílu segir að viðgerð sé lokið og öll sambönd komin í lag.
