„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 20:30 Bertha Lena Sverrisdóttir er nemandi á náttúrufræðibraut í FG. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28
Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32