Guðrún Brá áfram │Birgir og Haraldur á fjórum höggum undir pari Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 15:54 Aðeins ein hindrun er nú í vegi Guðrúnar mynd/golf.is Birgir Leifur Hafþórsson stefnir hraðbyr á Evrópumótaröðina í golfi eftir annan frábæran hring á öðru stigi úrtökumótanna í dag. Birgir Leifur spilar á El Encin golfvellinum á Spáni og hann fór holurnar 18 í dag á fjórum höggum undir pari. Þetta var þriðji hringurinn af fjórum og hann er samtals á tólf höggum undir pari. Hann er jafn í fimmta sæti, fimm höggum á eftir efsta manni. Haraldur Franklín Magnús er líka að keppa á öðru stigi en hann er á Desert Springs vellinum á Spáni. Haraldur er jafn í 22. sæti eftir að hafa farið hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari eftir þrjá hringi, átta höggum frá efsta manni. Áætlað er að um tuttugu kylfingar af hverjum velli á öðru stigi fari áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna, en það er eitt mót spilað á Spáni í næstu viku. Haraldur á því enn séns á að komast þangað ef hann spilar vel á morgun en gæti þurft á því að halda að nokkrir af þeim kylfingum sem eru fyrir ofan hann lendi í hrakföllum. Birgir Leifur virðist hins vegar getað framlengt hóteldvöl sína á Spáni, það stefnir allt á að hann tryggi sig örugglega áfram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki í dag. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék fyrra úrtökumótið á átta höggum yfir pari og endaði jöfn í 21. - 23. sæti. Hún fór fjórða og síðasta hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Lokaúrtökumótið fer fram í Morokkó í desember þar sem efstu 25 kylfingarnir fara áfram á Evrópumótaröðina. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson stefnir hraðbyr á Evrópumótaröðina í golfi eftir annan frábæran hring á öðru stigi úrtökumótanna í dag. Birgir Leifur spilar á El Encin golfvellinum á Spáni og hann fór holurnar 18 í dag á fjórum höggum undir pari. Þetta var þriðji hringurinn af fjórum og hann er samtals á tólf höggum undir pari. Hann er jafn í fimmta sæti, fimm höggum á eftir efsta manni. Haraldur Franklín Magnús er líka að keppa á öðru stigi en hann er á Desert Springs vellinum á Spáni. Haraldur er jafn í 22. sæti eftir að hafa farið hringinn í dag á fjórum höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari eftir þrjá hringi, átta höggum frá efsta manni. Áætlað er að um tuttugu kylfingar af hverjum velli á öðru stigi fari áfram á þriðja og síðasta stig úrtökumótanna, en það er eitt mót spilað á Spáni í næstu viku. Haraldur á því enn séns á að komast þangað ef hann spilar vel á morgun en gæti þurft á því að halda að nokkrir af þeim kylfingum sem eru fyrir ofan hann lendi í hrakföllum. Birgir Leifur virðist hins vegar getað framlengt hóteldvöl sína á Spáni, það stefnir allt á að hann tryggi sig örugglega áfram. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér sæti á lokaúrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í kvennaflokki í dag. Íslandsmeistarinn frá því í sumar lék fyrra úrtökumótið á átta höggum yfir pari og endaði jöfn í 21. - 23. sæti. Hún fór fjórða og síðasta hringinn í dag á tveimur höggum yfir pari. Lokaúrtökumótið fer fram í Morokkó í desember þar sem efstu 25 kylfingarnir fara áfram á Evrópumótaröðina.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira