Golf

Lokahringurinn sá versti hjá Ólafíu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki með þátttökurétt á LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári eftir að hafa ekki náð sér á strik á lokaúrtökumóti mótaraðarinnar.

Ólafía hefur leikið á LPGA mótaröðinni síðustu tvö ár en hún lenti í 139. sæti stigalista mótaraðarinnar á nýliðnu tímabili. Efstu 100 endurnýja þáttökurétt sinn svo ljóst var að Ólafía þyrfti að fara í gegnum lokaúrtökumótið til þess að halda sér inni á mótaröðinni.

Hún náði sér hins vegar alls ekki á strik þar. Lokahringurinn í gær var sá versti til þessa, hún fór hann á átta höggum yfir parinu og var 18 höggum frá því að vera á meðal 45 efstu.

Ólafía verður með þátttökurétt á Symetra-mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×