Körfubolti

Haukar kláruðu Þór í síðari hálfleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir hans Ívars þurftu að hafa fyrir hlutunum á Akureyri í kvöld.
Strákarnir hans Ívars þurftu að hafa fyrir hlutunum á Akureyri í kvöld. vísir/daníel
Haukar eru komnir í 16-liða úrslit Geysis-bikarsins eftir torsóttan sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 84-71.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan jöfn, 39-39. Haukarnir áttu góðan þriðja leikhluta þar sem þeir náðu upp forskoti sem heimamenn náðu ekki að vinna upp.

Marques Oliver var stigahæstur hjá Haukum gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði tuttugu stig. Damir Mijic gerði sautján stig fyrir heimamenn.

Skallagrímur kláraði Hött í leik liðanna í 32-liða úrslitunum fyrir austan í dag. Lokatölur urðu 97-74 en gestirnir frá Borgarnesi keyrðu yfir heimamenn í síðari hálfleik.

Aundre Jackson var stigahæstur hjá Skallagrím með 21 stig en auk þess tók hann níu fráköst. Charles Clark var stigahæstur hjá Hetti með 27 stig.

B-lið KR er einnig komið í 16-liða úrslitin eftir fjórtán stiga sigur á B-liði Hauka, 82-68. Staðan í hálfleik var 32-25, gestunum úr Vesturbænum í vil.

Elvar Sveinn Traustason var stigahæstur hjá Haukum með nítján stig en Skarphéðinn Freyr Ingason skoraði sextán stig fyrir gestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×