Ólafía náði ekki að laga stöðuna sem er svört Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2018 22:00 Ólafía er í vandræðum á Pinehurst vellinum í Bandaríkjunum. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði ekki að laga stöðu sína á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina. Leiknir eru átta hringir á innan við tveimur vikum en Ólafía hefur verið langt frá sínu besta golfi á Pinehurst vellinum. Hún var á átján höggum yfir pari er hún hóf leik í dag og er hún kláraði átján holurnar í dag var hún komin á tuttugu högg yfir pari. Hringur dagsins var ansi litríkur hjá Ólafíu; fjórir fuglar, fimm skollar og einn tvöfaldur skolli. Ekki nógu stöðugt golf. Efstu 45 kylfingarnir ná að tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni og það er ljóst að margt þarf að gerast til að Ólafía nái því markmiði. Sem stendur er hún á tuttugu yfir pari í 90. sætinu og er alls tólf höggum á eftir niðurskurðinum. Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, náði ekki að laga stöðu sína á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina. Leiknir eru átta hringir á innan við tveimur vikum en Ólafía hefur verið langt frá sínu besta golfi á Pinehurst vellinum. Hún var á átján höggum yfir pari er hún hóf leik í dag og er hún kláraði átján holurnar í dag var hún komin á tuttugu högg yfir pari. Hringur dagsins var ansi litríkur hjá Ólafíu; fjórir fuglar, fimm skollar og einn tvöfaldur skolli. Ekki nógu stöðugt golf. Efstu 45 kylfingarnir ná að tryggja sér þáttökurétt á LPGA mótaröðinni og það er ljóst að margt þarf að gerast til að Ólafía nái því markmiði. Sem stendur er hún á tuttugu yfir pari í 90. sætinu og er alls tólf höggum á eftir niðurskurðinum.
Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira