Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2018 19:37 Hljóðver Bylgjunnar voru flutt úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut eftir að Vodafone keypti fjömiðla 365. Vísað er til flutnings starfsmanna og eininga í tilkynningu Sýnar þar sem greint er frá lækkuðum spám um rekstrarhagnað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira