Sigur Verstappen setur meiri pressu á Honda Bragi Þórðarson skrifar 1. nóvember 2018 16:30 Hinn ungi Verstappen kom sá og sigraði í Mexíkó en Hamilton tók fyrirsagnirnar vísir/getty Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari fyrir Red Bull í mexíkóska kappakstrinum um síðustu helgi. Allt leit út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára keppnina í fyrsta og öðru sæti en vélarbilun hjá Daniel Ricciardo gerði hins vegar út um þær vonir þegar aðeins níu hringir voru eftir. Enginn hefur dottið úr leik oftar en Ricciardo í sumar og þar er aðalega um að kenna Renault vélinni í Red Bull bílunum. Á næsta ári mun liðið skipta yfir í Honda vélar en japanski framleiðandinn hefur verið í samstarfi við dótturlið Red Bull, Toro Rosso, í ár. Ekkert hefur gengið upp hjá Honda frá því þeir snéru aftur í Formúlu 1 árið 2015. Árangurinn með McLaren fyrstu árin var svo slæmur að enska liðið hætti samstarfinu síðasta vetur. Vélarframleiðandinn hefur lítið bætt sig á þessu ári með Toro Rosso. „Við vitum að Red Bull bíllinn getur unnið 3-5 keppnir ár hvert,“ sagði Ben Anderson, blaðamaður Autosport tímaritsins í vikunni. „Á næsta ári verður Honda í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að geta unnið keppnir, því verður pressan mun meiri.“ Christian Horner, stjóri Red Bull, er viss um að japanski vélarframleiðandinn mun bæta gengi liðsins á næsta keppnistímabili. Daniel Ricciardo hefur alls unnið sjö keppnir með Red Bull en treystir augljóslega ekki Honda samstarfinu og ákvað því að fara yfir til Renault á næsta ári. Segja má að samstarfið sé síðasti séns fyrir vélarframleiðandann að sanna sig í Formúlu 1 og verður því áhugavert að fylgjast með Red Bull Honda á næsta tímabili.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira