Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2018 13:30 Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, ásamt Ezra Miller. Vísir/Aníta Guðlaug Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST
Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira