Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2018 13:30 Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, ásamt Ezra Miller. Vísir/Aníta Guðlaug Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST
Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira