Molinari fullkomnar frábært golfár með sigri á Evrópumótaröðinni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 18. nóvember 2018 14:30 Molinari með glæsilegan verðlaunagrip sinn Vísir/Getty Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag. Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar. Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose. Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans. Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum. Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Francesco Molinari fullkomnaði frábært golfár sitt með því að standa uppi sem sigurvegari á Evrópumótaröðinni en mótaröðinni lauk í dag. Molinari lék samtals á 6 höggum undir pari á DB World Tour meistaramótinu sem haldið var í Dubai og dugði það honum til þess að enda sem efsti maður á peningalista mótaraðarinnar. Molinari þénaði um 6,1 milljón evra á tímabilinu en það var rúmlega einni og hálfri miljón evra en næsti maður á listanum, sem var Justin Rose. Sigurvegari síðasta árs, Tommy Fleetwood var eini maðurinn sem gat náð Molinari en það tókst ekki. Fleetwood endaði í fjórða sæti peningalistans. Fleetwood og Molinari mynduðu saman frábært teymi í Ryder bikarnum fyrr á þessu ári, og unnu alla sína leiki sem þeir léku saman. Molinari gerði enn betur og varð fyrsti Evrópumaðurinn til þess að vinna alla fimm leiki sína á mótinu, en Fleetwood tapaði lokaleik sínum. Molinari fullkomnar því stórkostlegt golfár sitt með þessum titli. Ítalinn vann BMW PGA meistaramótið í maí á þessu ári, þar sem hann var í baráttu við Rory McIlroy og í júlí stóð hann uppi sem sigurvegari á opna breska meistaramótinu, sem er eitt af risamótunum í golfi. Það er hans eini sigur á risamóti til þessa.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira