May fyllir í tóma ráðherrastóla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30