Þriðjungur ungs fólks ekki lesið bók til gamans síðasta árið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2018 14:44 Jólin eru framundan en þá grípa margir Íslendingar í bækur. vísir/getty Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Athygli vekur að tæplega þriðjungur ungs fólks hefur ekki lesið sér til gamans undanfarið ár. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.Konur líklegri en karlar Alls kváðust 16% landsmanna að jafnaði lesa sér til skemmtunar daglega en 19% kváðust lesa 2-6 sinnum í viku og 7% vikulega. Þá kváðust önnur 7% að meðaltali lesa sér til gamans 2-3 sinnum í mánuði, 7% einu sinni í mánuði og 19% sjaldnar en mánaðarlega. Konur (74%) reyndust líklegri en karlar (62%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en karlar (31%) voru líklegri en konur (18%) til að segjast ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir sama tímabil. Þá jókst lestur í takt við hækkandi aldur en af þeim 68 ára og eldri kváðust 84% hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, samanborið við einungis 55% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Svarendur í yngsta aldurshópi voru þó líklegust allra aldurshópa til að segjast einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku (14%). Þá kváðust 31% þeirra á aldrinum 18-29 ára og 28% þeirra á aldrinum 30-39 ára ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við 21% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 11% þeirra 68 ára og eldri.Meira lesið úti á landi Svarendur á landsbyggðinni (70%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (66%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 10% svarenda sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu kváðust eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum sér til skemmtunar yfir síðastliðið ár, samanborið við 3% þeirra af landsbyggðinni. Lestur til skemmtunar, bæði á bókum á íslensku og á öðrum tungumálum, jókst með aukinni menntun sem og með auknum heimilistekjum. Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) reyndist líklegast til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en stuðningsfólk Pírata (14%) og Framsóknarflokks (12%) reyndust líklegust til að segjast eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfall þeirra sem sögðust ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði reyndist hæst hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (37%) og Miðflokks (31%) en lægst hjá stuðningsfólki Vinstri grænna (5%). Konur (48%) voru einnig líklegri en karlar (36%) til að segjast að jafnaði lesa bækur vikulega eða oftar en karlar (50%) voru líklegri en konur (59%) til að segjast lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa vikulega eða oftar jókst með aldri en 73% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust lesa vikulega eða oftar, samanborið við einungis 27% þeirra yngstu (18-29 ára). Þá kváðust 55% svarenda 18-29 ára og 50% þeirra 30-49 ára lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa sér til skemmtunar að jafnaði í hverri viku eða oftar jókst með aukinni menntun og heimilistekjum en lítinn mun var að sjá á tíðni lesturs eftir búsetu.Vinstri græn lesa mest Stuðningsfólk Vinstri grænna (52%) og Framsóknarflokks (49%) voru líklegust til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar í hverri viku eða oftar en stuðningsfólk Miðflokks (33%) og Flokks fólksins (35%) reyndust ólíklegust. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks líklegast til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei (56%).Könnunin fór fram dagana 8. til 12. nóvember og náði til 1048 einstaklinga sem valdir voru handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Bókmenntir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Rúmlega tveir af hverjum þremur (68%) hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en nær helmingur landsmanna (42%) sagðist að jafnaði lesa bækur í hverri viku. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR á lestrarvenjum landsmanna sem framkvæmd var dagana 8.-12. nóvember. Athygli vekur að tæplega þriðjungur ungs fólks hefur ekki lesið sér til gamans undanfarið ár. Kváðust 41% svarenda eingöngu hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 27% kváðust hafa lesið bækur á bæði íslensku og öðrum tungumálum og 7% kváðust einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum. Þá kváðust 25% svarenda ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði.Konur líklegri en karlar Alls kváðust 16% landsmanna að jafnaði lesa sér til skemmtunar daglega en 19% kváðust lesa 2-6 sinnum í viku og 7% vikulega. Þá kváðust önnur 7% að meðaltali lesa sér til gamans 2-3 sinnum í mánuði, 7% einu sinni í mánuði og 19% sjaldnar en mánaðarlega. Konur (74%) reyndust líklegri en karlar (62%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum en karlar (31%) voru líklegri en konur (18%) til að segjast ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir sama tímabil. Þá jókst lestur í takt við hækkandi aldur en af þeim 68 ára og eldri kváðust 84% hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, samanborið við einungis 55% þeirra á aldrinum 18-29 ára. Svarendur í yngsta aldurshópi voru þó líklegust allra aldurshópa til að segjast einungis hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku (14%). Þá kváðust 31% þeirra á aldrinum 18-29 ára og 28% þeirra á aldrinum 30-39 ára ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar á síðustu 12 mánuðum, samanborið við 21% þeirra á aldrinum 50-67 ára og 11% þeirra 68 ára og eldri.Meira lesið úti á landi Svarendur á landsbyggðinni (70%) reyndust líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins (66%) til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en 10% svarenda sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu kváðust eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum sér til skemmtunar yfir síðastliðið ár, samanborið við 3% þeirra af landsbyggðinni. Lestur til skemmtunar, bæði á bókum á íslensku og á öðrum tungumálum, jókst með aukinni menntun sem og með auknum heimilistekjum. Ef litið er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) reyndist líklegast til að segjast hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar en stuðningsfólk Pírata (14%) og Framsóknarflokks (12%) reyndust líklegust til að segjast eingöngu hafa lesið bækur á öðrum tungumálum en íslensku. Hlutfall þeirra sem sögðust ekki hafa lesið neinar bækur sér til skemmtunar yfir síðustu 12 mánuði reyndist hæst hjá stuðningsfólki Flokks fólksins (37%) og Miðflokks (31%) en lægst hjá stuðningsfólki Vinstri grænna (5%). Konur (48%) voru einnig líklegri en karlar (36%) til að segjast að jafnaði lesa bækur vikulega eða oftar en karlar (50%) voru líklegri en konur (59%) til að segjast lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa vikulega eða oftar jókst með aldri en 73% svarenda í elsta aldurshópi (68 ára og eldri) kváðust lesa vikulega eða oftar, samanborið við einungis 27% þeirra yngstu (18-29 ára). Þá kváðust 55% svarenda 18-29 ára og 50% þeirra 30-49 ára lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei. Fjöldi þeirra sem kváðust lesa sér til skemmtunar að jafnaði í hverri viku eða oftar jókst með aukinni menntun og heimilistekjum en lítinn mun var að sjá á tíðni lesturs eftir búsetu.Vinstri græn lesa mest Stuðningsfólk Vinstri grænna (52%) og Framsóknarflokks (49%) voru líklegust til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar í hverri viku eða oftar en stuðningsfólk Miðflokks (33%) og Flokks fólksins (35%) reyndust ólíklegust. Þá reyndist stuðningsfólk Miðflokks líklegast til að segjast að jafnaði lesa sér til skemmtunar sjaldnar en mánaðarlega eða aldrei (56%).Könnunin fór fram dagana 8. til 12. nóvember og náði til 1048 einstaklinga sem valdir voru handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Bókmenntir Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira