Hollendingar sendu Þjóðverja í B-deildina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 21:45 Hollendingar sigruðu heimsmeistarana Vísir/Getty Hollendingar felldu Þýskaland niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA með því að vinna heimsmeistara Frakka í Hollandi í kvöld. Georginio Wijnaldum kom heimamönnum yfir á 44. mínútu eftir að boltinn féll fyrir hann í teignum. Memphis Depay tryggði svo sigur Hollendinga með vítaspyrnu í uppbótartíma. Sigurinn þýðir að Hollendingar eru með sex stig í öðru sæti riðils 1 og Frakkar með sjö stig á toppnum. Þjóðverjar eru hins vegar aðeins með eitt stig og geta ekki bjargað sér frá falli þó þeir vinni Hollendinga í lokaleik riðilsins. Danir tryggðu sig upp í A-deildina með sigri á lærisveinum Ryan Giggs í landsliði Wales. Nicolai Jorgensen skoraði seint í fyrri hálfleik og kom Dönum yfir. Martin Braithwaite tvöfaldaði forystuna á 88. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Gareth Bale minnkaði muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma en nær komust heimamenn ekki. Danir eru því ósigraðir í efsta sæti með sjö stig og eiga eftir að spila við Íra í lokaleiknum. Wales er með sex stig og hefur lokið keppni, Írar sitja á botninum með eitt stig.Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:A deild: Holland - Frakkland 2-0B deild: Slóvakía - Úkraína 4-1 Wales - Danmörk 1-2C deild: Kýpur - Búlgaría 1-1 Slóvenía - Noregur 1-1D deild: Gíbraltar - Armenía 2-6 Liechtenstein - Makedónía 0-2 Þjóðadeild UEFA
Hollendingar felldu Þýskaland niður í B-deild Þjóðadeildar UEFA með því að vinna heimsmeistara Frakka í Hollandi í kvöld. Georginio Wijnaldum kom heimamönnum yfir á 44. mínútu eftir að boltinn féll fyrir hann í teignum. Memphis Depay tryggði svo sigur Hollendinga með vítaspyrnu í uppbótartíma. Sigurinn þýðir að Hollendingar eru með sex stig í öðru sæti riðils 1 og Frakkar með sjö stig á toppnum. Þjóðverjar eru hins vegar aðeins með eitt stig og geta ekki bjargað sér frá falli þó þeir vinni Hollendinga í lokaleik riðilsins. Danir tryggðu sig upp í A-deildina með sigri á lærisveinum Ryan Giggs í landsliði Wales. Nicolai Jorgensen skoraði seint í fyrri hálfleik og kom Dönum yfir. Martin Braithwaite tvöfaldaði forystuna á 88. mínútu og sigurinn svo gott sem í höfn. Gareth Bale minnkaði muninn á lokamínútu venjulegs leiktíma en nær komust heimamenn ekki. Danir eru því ósigraðir í efsta sæti með sjö stig og eiga eftir að spila við Íra í lokaleiknum. Wales er með sex stig og hefur lokið keppni, Írar sitja á botninum með eitt stig.Úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni:A deild: Holland - Frakkland 2-0B deild: Slóvakía - Úkraína 4-1 Wales - Danmörk 1-2C deild: Kýpur - Búlgaría 1-1 Slóvenía - Noregur 1-1D deild: Gíbraltar - Armenía 2-6 Liechtenstein - Makedónía 0-2
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti