Geggjað ef Selfoss yrði jólabær Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við. Jólaskraut Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Eitt hús ber af á Selfossi þegar jólaskreytingar eru annars vegar en það er hús er kallað jólahúsið við Austurveginn þar sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum Selfoss. Húsmóðirin á heimilinu segir að með þessu sé fjölskyldan að halda í jólabarnið í sér og henni finnst ekkert of snemmt að kveikja jólaljósin um miðjan nóvember. Það eru hjónin Gísli Þór Guðmundsson og Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir sem eiga og búa í húsinu, ásamt börnum sínum og hundi. Á neðri hæðinni er Sólveig Ósk með hárgreiðslustofu. Hún segist vera mikið jólabarn og elski jólaskreytingar og jólin. „Þetta gefur okkur rosalega mikið því okkur finnst þetta öllum svo gaman, annars værum við ekki að þessu, maður verður að halda í barnið í sér“, segir Sólveig Ósk.Sólveig Ósk segist vera mikið jólabarn og vill helst gera Selfoss að jólabæ Íslands.Magnús HlynurHús Gísla Þórs og Sólveigar Óskar fær mikla athygli út af fallegu jólaskreytingunum. „Það er mjög gaman að sjá hvað fólk fylgist með húsinu og er duglegt að taka myndir. Það sjá allir húsið sem keyra hérna fram hjá enda er húsið við þjóðveg númer eitt. Útlendingar ganga aðallega að húsinu og taka myndir af sér við húsið, spyrja ekkert um leyfi, , það er allt í lagi. Það vantar bara jólasvein í ruggustólinn ef einhver býður sig fram“, segir Sólveig Ósk kát og hress. Hún segist vera ánægð með hvað Selfyssingar eru duglegir að skreyta fyrir jólin, hvort sem það er við heimili fólks eða hjá fyrirtækjum. „Já, ég er mjög ánægð með okkar bæ allavega, ég væri alveg til í að bærinn myndi breytast í jólabæ ef allir myndu vera duglegir eins og við, það væri alveg geggjað“, bætir Sólveig Ósk við.
Jólaskraut Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira